fbpx

Til þess að mæta auknum fjölda pantanna yfir annasamasta tíma ársins verður Górilla Vöruhús með aukaopnun á völdum laugardögum í nóvember og desember!

Þetta þýðir enn fljótari afgreiðsla og munum við afhenda pantanir samdægurs 6 daga vikunnar á höfuðborgarsvæðinu þegar mest á reynir 🥳

Þeir dagar sem um ræðir eru eftirfarandi: 21 og 28. nóvember og 5, 12 og 19. desember.

Nánar:

  • Við afgreiðum og dreifum pöntunum á laugardögum frá 21. nóv – 19. des!
  • Allar pantanir eru afgreiddar sem berast eftir lokun á föstudegi og til hádegis á laugardegi.
  • Þetta gildir aðeins fyrir heimsendingar á höfuðborgarsvæði og pantanir sem fara með Dropp höfuðborgarsvæðinu. Þessar pantanir eru afhentar samdægurs! Flytjandi hefur lokað um helgar.
  • Vöruhúsið verður ekki opið fyrir viðskiptavini til þess að sækja pantanir. Aðeins er um heimsendingar að ræða.

*Þitt fyrirtæki borgar ekkert aukalega fyrir afgreiðslu um helgar. Jafnframt er dreifing á laugardögum líka á sömu frábæru kjörum og aðra daga!

Laugardagsopnun Górilla Vöruhús


 

Ekki hika við að vera í sambandi ef þú hefur einhverjar spurningar,
gangi þér vel!