fbpx

Covid-19: Górilla vöruhús er opið og á fullri ferð

Vöruhúsið okkar í Vatnagörðum 22 er opið eins og venjulega þrátt fyrir covid-19 faraldur.

Það er algjört forgangsatriði að halda okkar starfssemi gangandi af fullum krafti og halda áfram að þjónusta þau frábæru fyrirtæki sem eru hjá okkur. Nú eru mikil tækifæri fyrir netverslanir. Á sama tíma viljum við gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að gæta fyllsta öryggi starfsfólks okkar og viðskiptavina.

Eftir að hafa fengið fyrirspurnir síðustu daga frá fyrirtækjum og viðskiptavinum um það hvort Górilla Vöruhús sé opið þessa daganna fannst mér tilvalið að búa til stuttan póst og birta hér. Við erum rosalega fegin því enn hefur enginn af tæplega 20 starfsmönnum hússins orðið veikur og starfsemi því í fullum gangi hjá bæði Górillu Vöruhúsi og sambýlisfólki okkar í TVG Xpress.

Netverslun hefur aldrei verið eins mikilvæg og núna en netverslun hefur heldur betur fengið byr undir báða vængi síðustu vikur. Síðustu dagar hafa því minnt meira á síðustu daga fyrir jól en vikuna eftir Páska – það er vægast nóg um að vera.

Almennar upplýsingar

– Górilla Vöruhús er opið og óbreytt starfsemi er í fullum gangi.
– Snertilausar afhendingar: Bílstjórar okkar keyra með grímur og hanska auk þess sem viðskiptavinir þurfa tímabundið ekki að kvitta fyrir móttöku á sendingu (bílstjóri gerir það fyrir viðkomandi).
– Sprittbrúsar eru í afgreiðslu en mun færri kjósa að sækja pakka þessa daganna. Við hvetjum auðvitað alla til þess að nýta sér snertilausar afhendingar.
– Nýtt þrifaplan: Alþrif í vöruhúsi eru nú gerð helmingi oftar en venjulega.
– Starfsfólk í vöruhúsi fylgir nýjum þrifa- og umgengnisreglum ásamt því að sprittbrúsar eru á hverju horni og reglur eru um að nota þá reglulega.

 

Ekki hika við að hafa samband við mig, egill@gorillavoruhus.is – eða beint í vöruhúsið,  pantanir@gorillavoruhus.is ef við getum aðstoðað þig.

 

Gangi ykkur ótrúlega vel vinir mínir og farið vel með ykkur,

 

Egill Fannar Halldórsson & co.
f.h. Górillu Vöruhúss