fbpx

Gorilla og TVG Zimsen taka höndum saman

Gorilla Voruhus og TVG

Gorilla vöruhús og TVG Zimsen hófu formlega samstarf nú í byrjun maí. TVG sem er dótturfélag Eimskips er stærsta flutningsmiðlun landsins og býr yfir mikilli þekkingu hvað varðar bæði dreifingu og vöruhýsingu. Við hjá Górillu erum rosalega ánægð með þennan nýja samstarfsaðila.

Egill, annar stofnenda Gorilla vöruhúss skrifar.

Eftir heldur betur viðburðarríka 10 fyrstu mánuði í rekstri sprengdi Górilla formlega af sér barnsskóna þegar ljóst var að lagerinn okkar á Suðurlandsbraut 4 væri ekki nægilega stór til þess að hýsa reksturinn áfram og fyrirtækið flutti í nýtt og miklu stærra húsnæði í byrjun maí.

Nýja lagerhúsnæðið að Vatnagörðum 22 sem er 700 fermetrar og með möguleika á að stækka í 1.400 m2 um áramót er samstarfsverkefni TVG Zimsen og Gorilla vöruhúss. Viðræður við TVG Zimsen hófust fyrir löngu síðan, eða í September 2018, þegar ljóst var að fyrirtækin höfðu mjög svipaða framtíðarsýn, áherslur og skilning á þróun netverslunnar á Íslandi.

“Það er alveg frábært fyrir okkur hjá Górillu að fá inn jafn sterkan partner TVG er. Ásamt því að deila húsnæði munum við geta boðið okkar viðskiptavinum hagstæðari lausnir í innflutningi og nýtt okkur ákaflega sterkt dreifikerfi TVG Xpress til þess að dreifa pöntunum viðskiptavina okkar enn hraðar en áður hefur verið mögulegt á Íslandi”.

Með stærra rými og reynslumiklum samstarfsaðila stefnir Górilla á að geta uppfært gæði þjónustunnar til muna á ýmsum sviðum. Og nú þegar hafa verið gerðar umtalsverðar breytingar á verðskrá þjónustunnar sem gera það mun hagstæðara fyrir stærri verslanir að nýta sér þjónustuna. Sjá verðskrá.

Miðlægur lager sem sérhæfir sig algjörlega í netverslunum

Górilla vöruhús tekur á móti vörum, hýsir lager, afgreiðir- og dreifir pöntunum fyrir tæplega 30 íslenskar netverslanir þegar þetta er skrifað. Fjölmargar verslanir bætast við í hverjum mánuði. Auk þess þjónustar TVG Xpress núna í húsinu margar af stærstu erlendu netverslunum á Íslandi, svo sem Asos, Missguided, JD Sports og margar fleiri.

“Nú erum við komin hérna með miðlægan lager sem sérhæfir sig algjörlega í því að þjónusta netverslanir. Við hýsum vörulager hjá ótal íslenskum netverslunum ásamt því að þjónusta stærstu erlendu netverslanirnar sem íslendingar versla við. Þetta er orðin algjör mekka fyrir íslenska netverslun”.


Vert er að benda á að engar breytingar hafa verið á eignarhluti í Górilla vöruhúsi sem ennþá er í 100% eigu okkar Daníels. Górilla og TVG eru hins vegar að samnýta krafta sína til þess að hámarka árangur beggja aðila þar sem bæði félög eru leiðandi á sínum sviðum og vinna að því sameiginleguamarkmiði að styðja við íslenska netverslun.