3PL Central er vöruhúsakerfið sem við notumst við í Górillu Vöruhúsi. Kerfið getum við auðveldlega tengt við netverslanir til þess að sækja pantanir, halda utan um sameiginlega birgðastöðu, sendingar og svo framvegis.
Yfirlit:
Notkunarleiðbeiningar fyrir vöruhúsakerfið okkar, 3PL Central.
-
- Linkur og innskráning
- Búa til pöntun (og fylgjast með stöðu pantanna)
- Birgðastaða
- Fylgjast með vöruhúsakostnaði
2. Algengar spurningar
1. Notkunarleiðbeiningar fyrir vöruhúsakerfið okkar, 3PL Central.
- Orders -> Create Orders ->
- Fyrir hverja pöntun þarf að fylla út reference númer. Þessi tala má vera hvað sem er, en það geta engar tvær pantanir verið með sama númer.
- Í ‘Order Contact Details’ fyllir þú út allar upplýsingar um viðtakanda og um það hvert pakkinn er að fara. Mælt er með því að fylla út meiri upplýsingar frekar en minni og haka við ‘Add to Favourites’. Þá er tengiliður vistaður og ekki þarf að fylla út þessar upplýsingar aftur.
- Í Order Line Items velur þú hvaða vörunúmer/SKUs eiga að vera í pöntuninni.
-> Add -> Velja SKU sem þú vilt færa inn og stimpla inn fjölda -> Add+ -> Close
—-> Mælt er með því að velja ‘mass add’ ef þú ert að búa til stóra pöntun.
- Í Carrier and Routing þarf einungis að fylla út fyrsta gluggann sem er ‘Carrier’ og þar er valin sú dreifingarleið sem hentar fyrir viðkomandi sendingu.
- Síðast er valið ‘Mark as Complete’ til þess að klára pöntunina. Þá poppar hún upp í Górillu Vöruhúsi og við afgreiðum fyrir þig í einum grænum 🙂
- Hér er hægt að sjá nákvæmlega hvað er til í vöruhúsinu hverju sinni.
- 3PL speglar birgðastöðu yfir í Shopify/WooCommerce hjá netverslunum.
- Undir > Options og -> Columns er hægt að velja hvaða upplýsingar birtast á þessari síðu. Að lokum er hægt að draga dálka fram og til baka til þess að stýra því hvernig þú vilt raða upplýsingum til þess að hafa þær eins aðgengilegar og mögulegt er.
2. FAQ – Algengar spurningar & svör
Hér eru algengar spurningar og svör. Við munum bæta við þennan lista jafnt og þétt þegar fleiri spurningar eða vandamál koma upp hjá viðskiptavinum.
Ef spurningin þín er ekki hér – ekki hika við að senda á okkur skilaboð á egill@gorillavoruhus.is eða pantanir@gorillavoruhus.is og við svörum þér um hæl!
2.1 Hvernig leita ég að pöntun?
Svar: Orders -> Find Orders
Á þessari síðu er hægt að sjá allar pantanir sem hafa farið í gegnum kerfið okkar frá upphafi.
Margir filterar eru í boði í hliðardálki til vinstri.
-
-
- Sjálfgefin stilling eru ‘Open or Complete’ pantanir sem þýðir pantanir sem eru opnar og enn óafgreiddar.
- Undir ‘Status’ er hægt að velja að leita eftir ‘Closed’ pöntunum sem búið er að afgreiða eða ‘Open or Complete’ sem eru opnar, óafgreiddar pantanir.
- Auk þess er hægt að velja að leita eftir dagssetningum, SKU númerum, Reference númerum og nær öllum öðrum upplýsingum um pöntun.
-
2.2. Hver er staðan á pöntuninni minni?
Svar: Á ‘Find Orders’ síðunni má finna stöðu allra pantanna undir gildinu ‘status’.
Í 3PL Central eru nokkur stöðugildi sem eru og þýða eftirfarandi:
-
-
- Complete – Pöntun er tilbúin til tínslu. Þetta þýðir ekki að pöntun er afgreidd heldur að pöntunin er tilbúin til afgreiðslu og verður ekki breytt aftur.
- Open – Hægt er að afgreiða þessa pöntun. En pöntunin er þó enn opin og þú getur enn gert breytingar á henni. Þessi staða kemur aðeins ef þú hefur sjálf/ur búið til pöntun og hefur smellt á ‘Save’ en ekki ‘Complete Order’.
- Closed – Pöntun er afgreidd og er því tilbúin til afhendingar / farin í dreifingu.
- Cancelled – Hætt hefur verið við þessa pöntun.
-
2.3. Hvernig get ég fylgst með kostnaði?
Svar: Þú getur alltaf fundið real time upplýsingar um allan vöruhúsakostnað á hverju tímabili inni á þínum aðgangi í 3PL Central. Skrefin eru þessi -> Reports -> Transactions -> Transaction Register -> Velja verslun og tímabil.
Ef spurningin þín er ekki hér – ekki hika við að senda á okkur skilaboð á egill@gorillavoruhus.is eða pantanir@gorillavoruhus.is og við svörum þér um hæl!