fbpx

Netverslanir: Undirbúningur fyrir Peak Season 2020

Nú er ‘peak season’ framundan í netverslun um allan heim. Haustið er þekkt sem (lang) annasamasti tími ársins hjá flestum netverslunum – sem kórónast á Singles Day (11. nóv 2020), Black Friday (27. nóv 2020), cyber monday (30.nóv 2020) og jólavertíðinni í desember.

Siglandi inn í þetta tímabil er mikilvægt að spyrja sig, er ég með allt á hreinu fyrir peak season 2020 til þess að a) veita viðskiptavinum mínum bestu mögulegu þjónustu og b) selja eins vel og mögulegt er?

Til dæmis, er heimasíðan mín nægilega hröð? Eru myndir stórar, lýsandi og í nægilega góðum gæðum? Er auðvelt að skoða vöruúrval og ganga frá kaupum? Hvar finna viðskiptavinir mig? Er ég að fá nægilega margar heimsóknir? Hvernig get ég fengið fleiri heimsóknir? Náð á nýjan markhóp? Hvað er ég að gera akkúrat núna til þess að sækja nýja viðskiptavini? Hvar er ég að sækja viðskiptavini og gefa value? Er ég með sterkt presance á samfélagsmiðlum? Er þægilegt að versla hjá mér í síma? Er ég að nýta mér kraft digital auglýsinga? Facebook? Instagram? Áhrifavalda?

… og svo framvegis.


Hafðu samband og ræðum málin. Við getum skoðað hvað þín verslun getur mögulega gert betur, bæði varðandi hýsingu og dreifingu – og til þess að ná til fleiri viðskiptavina, selja betur etc. 


Hér eru 3 skemmtilegar staðreyndir um íslenska netverslun

1. Aldrei hafa fleiri Íslendingar verslað á netinu en akkúrat núna. 95% af 25-34 ára Íslendingum hafa verslað á netinu og 76,8% allra! Íslensk netverslun er á fleygi ferð! (Gallup des. 2019 (það verður spennandi að sjá tölur fyrir 2020))

2. 60% segjast versla OFTAR við erlendar vefverslanir en Íslenskar. Hvað getum við gert í því? Bjóðum upp á betri þjónustu – value sem erlendar netverslanir geta ekki keppt við. Betra aðgengi að vörum, samdægurs heimsendingar og fleira.

3. Áhugaverð staðreynd sem kom fram í sömu rannsókn: 77% allra sem versluðu á netinu á Íslandi árið 2019 lentu í einhverskonar vandræðum og því er greinilega enn margt sem má bæta. Meðal þekktra vandamála voru ‘tregar’ vefsíður, bilun í netkerfi vefverslunar, að varan barst kaupanda seinna en áætlað var og að röng eða gölluð vara var afhent.

Það sem skipti íslenska viðskiptavini mestu máli þegar þeir versla á netinu er vöruverð og traust til vefverslunarinnar (er verslunin þín með eitthvað social proof? Lítur hún vel út? Er hún „legit?“. En word of mouth? Eru myndirnar greinilega íslenskar, og að vefurinn sé þægilegur að skoða (Gallup des. 2019).

Mikilvægir punktar sem hægt er að taka frá þessu:

  • Hvað getur þú gert / boðið upp á sem ASOS, Missguided, JD Sports, Amazon eða aðrar (risa) erlendar netverslanir eru ekki að gera?
  • Hvernig lítur vefverslunin þín út? Ætli eitthvað á síðunni gæti verið að draga úr kaupum? Getur þú gert eitthvað sem myndi auka líkurnar á því að viðskiptavinir á síðunni klári kaupin? Svarið er örugglega já, þú getur gert breytingar sem auka conversion rate. 
  • Er verslunin þín með eitthvað ‘social proof’? Hversu sterkt er vörumerkið? Veit einhver hver þú ert eða hvað vörumerkið stendur fyrir og býður upp á? Eru umfjallanir um verslunina þína á öðrum vefsíðum eins og Vísi, Mbl eða bloggsíðum – eða talar fólk um vörumerkið við aðra í kringum sig?
  • Hvar ert þú að sækja sölur? Koma vörumerkinu þínu fyrir framan nýja viðskiptavini? Flestar pantanir sem fara í gegnum Górillu Vöruhús eiga upptök sín frá digital auglýsingum (Facebook, Instagram, Google etc. – Ég mæli með Sons Media), frá virkni á samfélagsmiðlum (Instagram, Facebook – Lokaðir hópar á Facebook), Heildsölu, marköðum (Pop UP markaðir til dæmis) og auglýsingum frá áhrifavöldum. Það er mikilvægt að þú prófir þig áfram og finnir út hvað virkar fyrir þína verslun. Án þess veit enginn að þú ert til.


Og við höldum áfram, í þetta sinn skoðum við spennandi tölfræði, samantekt frá nokkrum Bandarískum rannsóknum á kauphegðun viðskiptavina í USA fyrir jólavertíðina 2019:

Aðspurðir um það hvar viðskiptavinir ætluðu að versla fyrir jólin, sögðust …

  • 59% ætla versla á netinu.
  • 36% ætla versla í hefðbundnum búðum (Deloitte).

60% viðskiptavina byrjuðu að versla jólagjafir tímalega – fyrir 1. Desember (Deloitte).

Netverslun fer ekki einungis fram í tölvu, síður en svo.

  • 60,4% versluðu í tölvu (borð- og/eða fartölvu)
  • 43,5% versluðu í símanum (mikilvægt: Hvernig lítur vefsíðan þín/myndir/greiðsluferlið út í síma?)
  • 5.1% versluðu í spjaldtölvu (statista).

Cyber Monday 2019 var söluhæsti dagur í sögu Bandaríkjanna þar sem viðskiptavinir versluðu fyrir 9.4 milljarða bandaríkjadala (20% aukning frá árinu á undan!). Ekki nóg með það, heldur aðeins nokkrum dögum áður, eða á Black Friday 2019 var næst-söluhæsti dagur allra tíma í Bandaríkjunum þar sem verslað var fyrir 7.4 milljarða í Bandarískum verslunum (adobe).

Hver heldur þú að aukningin verði í ár?
Og hver ætli söluaukningin verði á þessari ofurhelgi hér heima á Íslandi?

Á síðustu árum höfum við fylgst með Black Friday og Cyber Monday vaxa frá því að vera ‘Bandarískir afsláttardagar’ í að verða söluhæstu dagar ársins fyrir íslenskar verslanir. Síðustu tvö ár hefur allt orðið vitlaust í Górillu Vöruhúsi þessa síðustu helgi í nóvember og ef þú ætlar ekki að taka þátt og fara ‘all-in’ á Black Friday og Cyber Monday 2020, þá ert þú að missa af stóru tækifæri.


Margar íslenskar verslanir og heildsölur hafa nú þegar séð aukningu á þessu ári – sérstaklega í netverslun. Enn fremur, sumir hafa séð fjölda pantanna í netsölu margfaldast meira en 5x. Nú er því ekki tíminn til þess að gefa eftir heldur nýta meðbyrinn og hjóla af fullri ferð í stærstu þrjá mánuði ársins sem framundan eru.

Mikilvæg atriði sem þurfa að vera í lagi eru fyrst og fremst að afgreiðsla pantanna gangi hratt og vel fyrir sig – að netverslun geti staðið undir auknum fjölda pantanna. Auk þess er krafa um fljóta afhendingamáta í íslenskri netverslun orðin mjög há og vilja viðskiptavinir yfirleitt nálgast vörur sínar samdægurs eða strax næsta dag.

Ef þú vilt læra meira um starfsemi Górillu Vöruhúss eða athuga hvernig við getum hjálpað þínu fyrirtæki að undirbúa sig fyrir peak season 2020, hafðu samband hér.