fbpx

Ný sendingarleið║Ódýrara og fljótlegra með DROPP!

Þann 18. ágúst tókum við í notkun glænýja sendingarleið. Nú geta viðskiptavinir valið um að sækja pantanir sínar á N1 bensínstöðvar á höfuðborgarsvæðinu. Verkefnið er samstarf milli Dropp, TVG Xpress og Górillu Vöruhúss.

Þessi sendingarleið býður viðskiptavinum meiri þægindi á sama tíma og hún er ódýrasta dreifingarleiðin sem Górilla Vöruhús hefur boðið frá upphafi!

Górilla heimsending

Hér eru allar helstu upplýsingar:

 • Aðeins 700kr per sendingu.
 • Viðskiptavinir velja að sækja pöntun á N1 stöð sem er „í leiðinni“.
 • Til að byrja með verða þessar stöðvar í boði;
  • N1 Ártúnshöfða, Reykjavík
  • N1 Lækjargötu, Hafnarfirði
  • N1 Hringbraut, Reykjavík
  • N1 Háholti, Mosfellsbæ
 • Túrbó afhending: Pantanir sem berast fyrir hádegi verða tilbúnar á afhendingastöð kl.17 sama dag.
 • Stöðvar eru í aðfaraleið og opnunartími er langur – eða allan sólarhringinn!
 • Viðskiptavinir fá SMS með strikamerki þegar pöntun er tilbúin á viðkomandi stöð. Framvísa þarf strikamerki til þess að fá pakka afhentan.
 • Aðeins fyrir litlar sendingar frá 0-10kg.

Það er frábært að bjóða viðskiptavinum fleiri, góða valmöguleika fyrir vöruafhendingu. Og alveg ljóst að ódýrari og fljótari sending á eftir að njóta mikilla vinsælda. Nú þurfa viðskiptavinir heldur ekki að passa sig að vera heima á ákveðnum tíma.

Dropp sendingar á næstu N1 stöð er viðbót við áður glæsilega sendingarmöguleika sem Górilla Vöruhús býður upp á. Auk þess stendur viðskiptavinum til boða að sækja pantanir í vöruhús, fá samdægurs heimsendingu á höfuðborgarsvæðinu og fá pantanir sendar á Flytjandastöðvar um allt land.


Ef þú vilt bæta við sendingum á næstu N1 stöð í þinni netverslun, ekki hika við að hafa samband við mig, egill@gorillavoruhus.is og við setjum þetta í loftið saman!