- Stærsta söluhelgi ársins hjá mörgum
- Mikilvægt fyrir netverslanir að vera á tánum
- Kauphegðun að breytast hratt
- Fleiri kjósa að versla á netinu
- Íslendingar ekki hættir að versla
Jæja, þá er stærsta söluhelgi ársins hjá mörgum íslenskum verslunum á enda og fór væntanlega framhjá fáum.
Það var nóg um að vera hjá okkur í Górillu Vöruhúsi eins og við mátti búast og voru hér afgreiddar út rúmlega 1600 sendingar frá föstudegi til mánudags, fyrir 31 íslenska netverslun. Um 60% af viðskiptavinum völdu að sækja sína sendinguna sína í vöruhúsið.
Afgreiðsla og dreifing gekk rosalega vel. Í ár var mikil áhersla lögð á góðan undirbúning og var starfsfólk á vaktinni yfir helgina – svo allar pantanir yrðu afgreiddar á réttum tíma og flestir fengu pakkana sína afhenta samdægurs á svörtum föstudegi, eða strax að kvöldi cyber mánudags.
Þegar þetta er skrifað (miðvikudag, 4. desember) virðist helsta flóðbylgjan í pöntunum gengin yfir en þó virðist engin dýfa í sölu vera eftir þessa stóru helgi og halda Íslendingar greinilega ótrauðir áfram í sínum daglegu viðskiptum eða í undirbúningi fyrir hátíðarnar.