Skip to content

Samantekt: Íslensk netverslun 2020-2021

Íslensk netverslun er á siglingu sem aldrei fyrr og er það vel við hæfi, enda er internetnotkun hvergi útbreiddari í Evrópu en hér á landi þar sem 99% aðspurðra nota internetið. Covid-19 veirufaraldurinn hefur spilað sitt hlutverk til þess að flýta óhjákvæmilegri þróun en þó kemur á óvart að aukningin milli síðustu ára er ekki stórvægileg.

Hér verða skoðaðar niðurstöður úr rannsóknum Evrópsku Hagstofunar um netverslun og hegðun einstaklinga á internetinu á Íslandi og víðsvegar um Evrópu frá 2011 og allt til 1. júní 2021. Fókusinn verður þó helst á síðasta ár og fyrri hluta 2021. Rannsóknin beinist að aldursbilinu 16 – 74 ára.

Auk þess rýnum við nánar í íslenska netverslun sérstaklega og skoðum 44.000 pantanir frá yfir 50 íslenskum netverslunum sem farið hafa í gegnum Górillu Vöruhús frá 1. júní 2020 – til 30. maí 2021. Saman gefa þessar rannsóknir spennandi innsýn í netverslun á Íslandi, þá þróun sem er að eiga sér stað og mögulega, það sem koma skal á næstu árum.

Internetnotkun á Íslandi

  • 99% íslendinga á aldursbilinu 16-74 ára nota internetið. Hlutfall íbúa sem notar internetið er hvergi hærra í Evrópu en á Íslandi (Ísland, Danmörk og Lúxemborg eru saman í fyrsta sæti með 99%). 98% íslendinga segjast nota internetið á hverjum degi (2020).
  • Internetnotkun er hvergi útbreiddari í Evrópu en á Íslandi. Þetta er töluvert hærra hlutfall en á hinum norðurlöndunum sem fylgja þó nokkuð fast á eftir með 94% hlutfall.
  • 94% íslendinga eru á og nota samfélagsmiðla. Við erum jafnframt evrópumeistarar á þessum mælikvarða.
  • 94% íslendinga nota internetið og samfélagsmiðla til þess að finna upplýsingar um vörur og þjónustu (2020).
 

Netverslun á Íslandi

Spurt var, „hvenær pantaðir þú síðast vöru eða þjónustu á internetinu?“
 
  • 83% íslendinga, á aldrinum 16-74 ára hafa pantað sér vöru eða þjónustu á internetinu síðustu 12 mánuði.
  • Af þeim hafa 62% verslað á netinu undanfarna 3 mánuði.

Netverslun á Íslandi - tíðni pantana

Aukning í netverslun á Íslandi frá 2011-2020. Rannsóknin var ekki framkvæmd á Íslandi árin 2015 og 2016.
 
Ísland er í 7. sæti allra evrópuþjóða þegar hlutfall íbúa sem versla á netinu er rannsakað. Efst er Bretland með 90% íbúa sem segjast versla á netinu. Aðrað þjóðir á undan okkur eru Þýskaland, Svíþjóð, Noregur, Holland og Danmörk.
 
En þegar fókusinn er settur á þá sem versla mest á netinu þá er Ísland í öðru sæti af öllum evrópulöndum. 25% íslendinga segjast versla vörur á netinu 10 sinnum eða oftar á hverju þriggja mánaða tímabili en aðeins Bretar versla meira (29%). 
 
Íslensk netverslun panta núna
 

Íslensk netverslun

  • 46% íslendinga hafa verslað við Íslenskar netverslanir á síðustu 3 mánuðum.
  • 42% íslendinga hafa verslað við erlendar netverslanir á síðustu 3 mánuðum.

 
Hér eru fyrst og fremst tveir áhugaverðir punktar til þess að skoða:
 

Það er magnað að fleiri eigi viðskipti við íslenska netverslun samanborið við erlenda. Það er frábært. Hvað má lesa úr því? Þessar niðurstöður liggja ekki fyrir í rannsókn evrópsku hagstofunnar en líklegar tilgátur geta til dæmis verið að:

  • Íslendingar kjósa frekar að versla við íslensk fyrirtæki?
  • Hugsanlega er þjónusta við íslendinga betri hjá íslenskum fyrirtækjum. Til dæmis fljótari vöruafhending? Minna vesen? Þægilegra?
  • Hugsanlega treysta íslendingar frekar íslenskum verslunum.


Það er mjög spennandi og þessar tölur sýna að það er hægt að fá 70% neytenda til þess að vera virka í innlendri netverslun. Það má telja líklegt að þetta sé sú þróun sem við sjáum á næstu árum hér heima.


Höldum áfram …

36% íslendinga segjast hafa verslað við netverslun sem er staðsett utan Evrópu á síðustu 3 mánuðum. Þetta eru að öllum líkindum allra helst Bandarískar netverslanir með Amazon í farbroddi (auk fjölda annarra fyrirtækja) og Alibaba í Kína.

Ísland er langefst á lista yfir evrópuþjóðir sem versla við netverslanir utan Evrópu.

Górilla Vöruhús afgreiðsla

Tölur frá Górillu Vöruhúsi

(Tölfræði frá 43.796 pöntunum sem Górilla Vöruhús afgreiddi fyrir 50+ íslenskar netverslanir á 12 mánaða tímabili frá júní 2020 – maí 2021).

Íslendingar versla oftast á netinu á þriðjudögum og almennt meira í byrjun viku – á mánudögum, þriðjudögum og miðvikudögum (47%). Annars virðast íslendingar versla nokkuð jafnt á milli vikudaga. 

íslensk netverslun - pantanir eftir vikudögum

Á hvaða tíma dags eru íslendingar helst að versla?

Flestir panta í kringum hádegi. Algengasti pöntunartími dagsins er milli kl. 10-11 fyrir hádegi (8.2%) og milli kl.11 og 12 (8%). Flestar pantanir í netverslun eru gerðar milli kl. 9 og 14 (37%). 

60% pantana í netverslun eru gerðar á vinnutíma (kl. 08-17).

Íslensk netverslun - pantanir eftir tíma sólarhrings

Pantanir eftir póstnúmeri / landshluta

Íbúar höfuðborgarsvæðisins eiga 63% af pöntunum hjá íslenskum netverslunum.

Hér má sjá sundurliðun á pöntum í íslenskri netverslun eftir landshluta/póstnúmerum viðskiptavina.

Íslensk netverslun eftir landshlutum

Íslensk netverslun á höfuðborgarsvæðinu

Viðskipti eftir tegund verslunar

32% íslendinga á aldrinum 16–74 ára hafa verslað föt á internetinu síðustu þrjá mánuði. Í þessum flokki erum við talsvert á eftir nágrannalöndum í norður Evrópu – þar sem stór vörumerki og fatakeðjur hafa komið sér vel fyrir á internetinu.

20% hafa verslað húsgögn, gjafavöru eða aðrar heimilisvörur á netinu á sama tímabili.

42% íslendinga hafa keypt matvöru eða veitingar á internetinu síðustu 3 mánuði. Áhugavert: Ísland er hér í efsta sæti allra evrópuþjóða sem er hreint ótrúlegt. Það er greinilegt að íslenskir veitingastaðir og verslanir hafa verið fljót að bregðast við heimsfaraldrinum og stokkið á þetta tækifæri og gert það vel. Þetta er mjög athyglisvert og vonandi mikill hvati fyrir aðra veitingastaði, verslanir og þjónustur sem hafa ekki enn uppfært þjónustustig sitt á vefinn eða í app.

Ísland er sömuleiðis hæst evrópulanda yfir hlutfall neytenda sem kaupa tónlist, sjónvarpsefni og aðrar streymisveitur á netinu (45%). Fast á hæla okkar fylgja hin norðurlöndin.


 

Samantekt

94% íslendinga á aldrinum 16-74 ára nota internetið til þess að leita upplýsinga um vörur og þjónustu og 83% versla á vef eða í appi. Fleiri eiga viðskipti við íslenskar netverslanir en erlendar. 46% versla sér vöru eða þjónustu hjá íslenskum netverslunum á hverju 3. mánaða tímabili. Í nágrannalöndum er þetta hlutfall 70% og má áætla að á næstu árum verði þróunin hér í sömu átt.

Með þessar upplýsingar sjáum við svart á hvítu hve ótrúlega mikilvægt er að fjárfesta í sterkri ímynd og viðveru á internetinu, góðum vef, stafrænum auglýsingum og ferlum fyrir vöruafhendingu – til þess að mæta óhjákvæmilegri þróun í verslun og tryggja að upplifun viðskiptavina verði jákvæð frá A-Ö.

Górilla Vöruhús

Um Górillu Vöruhús

Górilla er miðlægt vöruhús fyrir netverslanir og heildsölur á Íslandi. Við sjáum um vöruhýsingu, afgreiðslu pantana og dreifingu um allt land – svo viðskiptavinir okkar geti einbeitt sér að því sem er mikilvægast fyrir þá – að reka frábær, arðbær fyrirtæki og veita góða þjónustu.

Markmið okkar er að gera verslunum á Íslandi kleift að bjóða vöruafhendingu á heimsmælikvarða – eldfljóta afgreiðslu og hröðustu dreifingu á Íslandi svo ánægðir viðskiptavinir haldi áfram að koma aftur og aftur.

Meira um Górilla Vöruhús á heimasíðuHafa samband hér.

Um gögnin

Niðurstöðurnar sem birtar eru í þessari grein eru annars vegar unnar úr rannsókn Hagstofu Evrópusambandsins á notkun heimila og einstaklinga á upplýsingatækni og neti. Um er að ræða rannsókn sem framkvæmd er í öllum löndum Evrópska hagskýrslusamstarfsins með samræmdum hætti. Hins vegar eru gögn um innlendar pantanir unnin úr gagnagrunni Górillu Vöruhús. Í menginu eru 43.796 pantanir sem Górilla Vöruhús afgreiddi fyrir 50+ íslenskar netverslanir á 12 mánaða tímabili frá júní  2020 – maí 2021).