Leiðbeiningar fyrir vöruhúsakerfið okkar
Velkomin/n í Górillu Vöruhús! Á þessari síðu finnur þú hagnýtar upplýsingar um vöruhúsakerfið okkar. Við mælum með því að læra á kerfið um leið, enda mun …
100+ íslensk og alþjóðleg fyrirtæki treysta okkur
fyrir sinni vöruhýsingu, afgreiðslu og dreifingu
Við tökum á móti sendingum og hýsum vörurnar þínar í öruggu vöruhúsi.
Pantanir eru afgreiddar samdægurs, bæði fyrir netverslun og heildsölu.
Fljótustu dreifingarleiðir á Íslandi, til einstaklinga og í fyrirtæki/verslanir.
Með sveigjanlegu vöruhúsi einföldum við reksturinn þinn. Þú færð endalaust pláss en borgar bara fyrir það rými sem þú notar hverju sinni.
Við erum eldfljót að afgreiða allar pantanir, pakka inn og senda til viðskiptavina. Við sendum út samdægurs 🔥
Við bjóðum fljótustu dreifingarleiðir á Íslandi og ábyrgjumst að þú fáir lægra verð.
Vöruhýsing, afgreiðsla og dreifing – allt á sama stað og aðeins einn reikningur í lok mánaðar.
Við getum veitt viðskiptavinum okkar betri þjónustu og á sama tíma áhyggjulaust einblínt á fleiri verkefni vegna þess að móttaka, hýsing og útkeyrsla er í öruggum höndum hjá Górilla Vöruhúsi.
Reynsla okkar af þjónustunni einkennist af sveigjanleika, jákvæðni í samskiptum og viðhorfi þar sem litið er á hvert vandamál sem verkefni sem þarf að leysa.
Þjónustan er til fyrirmyndar og gefur okkur tíma til þess að sinna öðrum öngum rekstursins betur. Þetta gerir reksturinn miklu auðveldari!
Við hefðum ekki getað vaxið svona hratt og vel nema með samstarfi við Górilla!
Um leið og ég færði vörurnar mínar til Górilla og gat sett tímann minn í annað, þá fór reksturinn algjörlega á næsta level!
Ég vil setja fókusinn minn í það sem ég geri best og leyfa Górillu að sjá um það sem þau sérhæfa sig í.
Gorilla vöruhús hefur hjálpað okkar rekstri á Íslandi undanfarið ár. Skuldbinding Gorilla við þjónustu viðskiptavina sinna er til fyrirmyndar, ásamt því að vera mjög áreiðanlegur samstarfsaðili.
Áhersla þeirra við nýsköpun og stöðugar umbætur er augljós í öllum þáttum þjónustunnar. Við viljum þakka fyrir þá frábæru þjónustu sem þau hafa veitt okkur, og við hlökkum til áframhaldandi samstarfs!
Við erum óendanlega ánægð með þjónustuna hjá Górilla Vöruhús.
Górilla sér um allt sem okkur vantaði aðstoð með og fyrir aðeins brotabrot af þeim kostnaði sem annars lá fyrir. Það er síðan alger lúxus að geta afgreitt pantanir hvaðan sem er í heiminum og geta því farið í kærkomið og áhyggjulaust frí.
Gorilla vöruhús kom eins og kallað! Allt í einu varð allt svo miklu skilvirkara og auðveldara. Ekki nóg með að geta fækkað skrefum og einblínt á það sem mestu skiptir heldur náðum við að lækka fastan kostnað til muna.
Gorilla teymið fær mikið hrós fyrir hjálpsemi og snögg og góð vinnubrögð! Okkar viðskiptavinir fá sendingarnar sínar yfirleitt mjög fljótt sem skiptir okkur höfuð máli. TAKK GORILLA
Górilla gerir skemmtilegan rekstur enn skemmtilegri.
Við elskum að kynna vörurnar okkar, tala við söluaðila og viðskiptavini. Górilla gerir okkur kleift að geta hugsað nær 100% um að rækta þetta samband og búa til ný og þannig hjálpar okkur að ná markmiðum Akkúrat sem er að fjölga áfengislausum valkostum í verslunum, veislum, flugvélum, vínbúðum, árshátíðum, brúðkaupum ...
- takk fyrir að vera til Górilla.
Samstarf okkar við Gorillu Vöruhús hefur verið frábært. Tíminn sem sparast nýtist okkur vel í öðrum verkefnum innan fyrirtækisins vitandi að vörurnar okkar komast hratt og vel á áfangastað.
Engin vandamál, bara lausnir á sannarlega við þegar Gorilla er annars vegar.
Starfsfólk og þjónusta er algjörlega til fyrirmyndar.
Górilla vöruhús hefur gert okkur kleift að stækka hraðar og þjónusta viðskiptavini okkar betur en við hefðum geta boðið uppá sjálf.
Frá því að við byrjuðum hjá Górilla hafa þau reglulega verið að bæta þjónustuna, t.d. með því að stytta afgreiðslutíma og fá lægri verð í sendingar. Við erum mjög ánægð með þjónustuna hjá Górilla Vöruhúsi.
Eftir að Górilla tók við lagernum okkar höfum við lítið sem ekkert þurft að hugsa um vöruafhendingu.
Ég sé pöntunina koma inn en þarf ekkert að gera - Górilla sér um þetta. Ef það þarf að gera breytingar á pöntunum eða bjarga einhverjum með séróskir er starfsfólk Górilla alltaf klárt og leggja sig fram við að leysa þau verk hratt og vel.
Fyrirtækið okkar tók stakkaskiptum eftir við færðum lagerinn til Górillu. Viðskiptavinir fá betri þjónustu, sala hefur aukist og kúnnahópurinn stækkað.
Það sem stendur uppúr eru góð samskipti við starfsfólk Górilla. Þú finnur að þau eru með þér í liði og þeim er umhugað að þínu fyrirtæki.
Ég er ánægður viðskiptavinur Górillu síðan 2019. Þetta er svo þægilegt fyrir vefverslun eins og mína þar sem allt er á einum stað og ekkert mál að tengja við Shopify.
Þjónustan er til fyrirmyndar og starfsfólkið einstaklega hjálpsamt. Þar að auki þarf ég ekki að leigja lagerhúsnæði lengur því allt er hjá Górilla. Algjör snilld!
Það er gríðarlegur tímasparnaður sem felst í því að nota þjónustuna hjá Górilla vöruhúsi.
Þau vinna hratt og örugglega og veita framúrskarandi þjónustu, bæði við birgja og viðskiptavini þeirra. Við mælum heilshugar með Górilla vöruhúsi.
Velkomin/n í Górillu Vöruhús! Á þessari síðu finnur þú hagnýtar upplýsingar um vöruhúsakerfið okkar. Við mælum með því að læra á kerfið um leið, enda mun …
Hefur þú áhuga á að koma í viðskipti við Górillu Vöruhús?Hér eru ítarlegar upplýsingar um þjónustuna okkar - hvernig hún virkar, fyrir hvern hún hentar …
Vöruskil og vöruskipti eru órjúfanlegur fylgifiskur verslunar. Górilla Vöruhús annast móttöku á skilavörum og sér um skipti fyrir sína viðskiptavini. Þessi grein er til upplýsingar fyrir …
Hér eru skref-fyrir-skref leiðbeiningar til að sjá birgðastöðu í vöruhúsakerfinu okkar. Birgðastaða (e. Inventory) sýnir þær vörur sem fyrirtækið þitt á og hafa verið skráðar inn …
Í vöruhúsakerfinu okkar er einfalt að sjá hvað fyrirtækið þitt notar mikið pláss í vöruhýsingu. Þú getur séð umfang í vöruhýsingu á einstaka dagsetningu eða flett …
Hér eru skref-fyrir-skref leiðbeiningar til þess að stofna pöntun í vöruhúsakerfinu okkar, Extensiv. Athugið að Extensiv virkar best í tölvu og í Chrome vafranum. Kennslumyndband fyrir stofnun …