fbpx

Nútíma vöruhús sem leysir vandamál

Við erum snillingar í vöruhýsingu, afgreiðslu pantanna og dreifingu. Þú getur einbeitt þér að sölu & markaðsmálum, við sjáum um að koma pöntunum til viðskiptavina.

Ert þú tilbúin/n fyrir fókus?

Þegar vöruafgreiðsla, lager, dreifing og starfsfólk er tekið úr jöfnunni getur þú einbeitt þér 100% að því sem skiptir mestu máli.

01.

Innflutningur.
Og tollun.

Við aðstoðum þig við að besta innflutninginn á vörunum þínum til Íslands. Flutningur með flugi eða skipi, tollskýrslugerð og akstur beint inn í vöruhús.

02.

Vöruhýsing.
Og afgreiðsla.

Við geymum vörulagerinn þinn, höldum utan um birgðarstöðu og afgreiðum pantanir hratt og örugglega. Við afgreiðum úr Shopify, WooCommerce og fyrir heildsölur.

03.

Last.
Mile delivery.

Mögulega hraðasta dreifing á Íslandi. Samdægurs afgreiðsla og dreifing á höfuðborgarsvæðinu – Pantanir afhentar næsta dag á landsbyggð.

Viltu koma í framtíðina?

Vöruhýsing

Þú borgar aðeins fyrir það pláss sem vörurnar þínar taka hverju sinni. Með sveigjanlegu vöruhúsi einföldum við reksturinn þinn.

Afgreiðsla
pantanna

Við afgreiðum pantanir samdægurs úr Shopify, WooCommerce eða heildsölu. 

Afhending
& dreifing

Frábærir möguleikar fyrir viðskiptavini. Hægt er að sækja pantanir í vöruhús eða velja um fjölda eldfljótra afhendinga á sanngjörnu verði.

Önnur
þjónusta

Innflutningur og tollun, digital markaðssetning og 360° ráðgjöf fyrir netverslanir. Hafðu samband og leysum málin saman.

Við hjálpum fyrirtækjum
að stækka!
Gorilla voruhus Sena

Við getum veitt viðskiptavinum okkar betri þjónustu og á sama tíma áhyggjulaust einblínt á fleiri verkefni vegna þess að móttaka, hýsing og útkeyrsla á okkar vörum er í öruggum höndum hjá Górilla Vöruhúsi. Reynsla okkar af þjónustunni einkennist af sveigjanleika, jákvæðni í samskiptum og viðhorfi þar sem litið er á hvert vandamál sem spennandi verkefni sem þarf að leysa. 

Ólafur Þór JóelssonFramkvæmdastjóri útgáfu- og söludeildar Senu
Snus

Við getum eiginlega ekki mælt nægilega mikið með Górillu Vöruhúsi.

Þjónustan er til fyrirmyndar og gefur okkur tíma til þess að sinna öðrum öngum rekstursins betur. Þetta gerir reksturinn miklu auðveldari!

Við hefðum ekki getað vaxið svona hratt og vel nema með samstarfi við Górilla!

Víðir ÖrnSnus.is
Marr netverslun

Fyrirtækið hefur tekið stakkaskiptum eftir við færðum lagerinn til Górillu. Viðskiptavinir fá betri þjónustu, sala hefur aukist og kúnnahópurinn stækkað.

En það sem stendur uppúr eru góð samskipti við starfsfólk Górilla. Þú finnur að þau eru með þér í liði og þeim er umhugað að þínu fyrirtæki. Við gætum ekki mælt meira með!

NinnaMarr.is
kako.is netverslun logo

Ég hef verið ánægður viðskiptavinur Górillu í hálft ár. Þetta er svo þægilegt fyrir vefverslun eins og mína þar sem allt er á einum stað og ekkert mál að tengja við Shopify.

Þjónustan er til fyrirmyndar og starfsfólkið einstaklega hjálpsamt. Þar að auki þarf ég ekki að leigja lagerhúsnæði lengur því allt mitt er í góðum höndum hjá Górilla. Algjör snilld!

KamillaKakó.is
Absolute Training

Ég er ótrúlega ánægð að hafa kynnst þessari lausn þar sem Górilla Vöruhús hjálpar okkur að einblína betur á það sem við setjum áherslurnar okkar á sem er á þjálfunina hjá Absolute Training.

Við hjá Absolute Training hföum verið að nýta okkur þjónustuna frá því um sumarið 2019. Ég gæti ekki mælt meira með Gorilla Vöruhúsi fyrir alla sem eru með vefverslanir á Íslandi.

Sandra HelgaAbsolute Training
Healthy Dóttir

Frábær þjónusta, bæði fyrir okkur og viðskiptavinina okkar. Nú getum við Healthy dóttir mæðgur setið heima og samið blogg og sinnt öllu því sem fylgir að vera með fyrirtæki og verið öruggar um að viðskiptavinurinn sé í frábærum höndum hjá Górilla.

Solla Eiríks & JúlíaHealthy Dóttir
Wagtail lógó

Þvílíkur lúxus, við munum aldrei fara til baka og sjá um sendingar sjálf.

Það má segja að Gorilla Vöruhús sjái um næstum allt sem okkur þótti erfitt við að eiga fyrirtæki. Við getum loksins einbeitt okkur að því að stækka fyrirtækið án þess að hafa áhyggjur af lager og sendingum. Við treystum Gorilla Vöruhúsi 100%

Wagtail
TYC logo Gorilla Voruhus

Ég get ekki komið því í orð hvað ég er ánægð! Mig hefur dreymt um svona fyrirtæki á Íslandi. Gorilla Vöruhús er að spara mér mikinn tíma sem ég get notað í mikilvægari verkefni. Mér líður eins og ég sé hætt að vinna en samt er allt á fullu. OG nú er ekkert mál að skilja fyrirtækið eftir og fara í frí.

TANJA ÝRTanja Yr Cosmetics
stroff logo Gorilla Voruhus

Ég þurfti ekkert að hugsa mig um eftir fyrsta fund með snillingunum hjá Gorilla Vöruhúsi.

Við getum ósköp einfaldlega haldið áfram að vera krúttlega netverslunin sem við viljum vera, og eyðum enga tíma í taka til og senda pantanir. Ljúflingarnir hjá Gorilla gera það fyrir okkur fyrir sanngjarna þóknun

Grétar Karleigandi Stroff.is
Blush.is Gorilla Voruhus

Gorilla Vöruhús mun auðvelda fyrirtækjum að taka næsta skref, auka tekjur og stækka við sig. Það er löngu tímabært að netverslanir á Íslandi fái tækifæri á að nýta sér svona þjónustu og að eiga möguleika á að vaxa hraðar án stórra útgjalda eða fjárfestinga. Þetta er snilldar lausn fyrir þá sem vilja upplifa aukið frelsi í fyrirtækjarekstri.

GERÐURBlush.is

Það fyrsta sem ég hugsaði þegar ég heyrði af Gorilla Vöruhúsi var: LOKSINS! Nú þarf ég ekki að eyða mínum tíma í að pakka inn, koma mér á pósthús og stússast í sendingunum - Ég er ekkert smá spennt að nota allan minn tíma í að þróa og bæta reksturinn!

MARÍA Black & Basic
VELKOMIN
Í Górillu vöruhús

Hugmyndafræðin að baki Górillu vöruhúsi er að með sameiginlegu vöruhúsi, starfsfólki, bílum, tólum og tækjum getum við boðið betri þjónustu, lægri rekstrarkostnað og einfaldari rekstur fyrir netverslanir og heildsölur.

Við gerum litlum og meðalstórum fyrirtækjum kleift að veita fyrsta flokks þjónustu með sveigjanlegu rekstrarumhverfi en viðskiptavinir okkar borga aðeins fyrir þá geymslu – og þá vinnu sem krafist er hverju sinni.

Við svörum tölvupóstum alla daga
Tölum saman
Hvað er að frétta?
Górilla Opnunartími um jól og áramót
Opnunartími í Desember 2020 og síðustu sendingadagar fyrir jól
Jæja, gleðilegan desember! Opnunartímar afgreiðslu Górillu Vöruhúss í Desember 2020 23. Des, miðvikudagur – Opið...
|
Afgreiðum sendingar á laugardögum yfir háannatíma
Til þess að mæta auknum fjölda pantanna yfir annasamasta tíma ársins verður Górilla Vöruhús með...
|
Netverslanir: Undirbúningur fyrir Peak Season 2020
Nú er 'peak season' framundan í netverslun um allan heim. Haustið er þekkt sem (lang)...
|
Við erum hér

Vatnagarðar 22
104 Reykjavík

Sími

571-7300

Opnunartími afgreiðslu

Mánudaga-Föstudaga
Frá 12 – 17