Skip to content

Skilmálar

SAMNINGUR UM ÞJÓNUSTU GÓRILLA VÖRUHÚSS

Samningur þessi nær um þjónustu Górilla vöruhúss og samskipti félagsins við verkkaupa.

1. SKILGREININGAR
Í samningi þessum hafa eftirfarandi orð og orðatiltæki eftirfarandi merkingu nema ákvæði samnings kveði á

um annað:
Vöruhús: Húsnæði Górilla Vöruhúss sem sérstaklega hefur verið útbúið fyrir geymslu á vörulager.
Vara: Sú vara/vörur sem verkkaupi afhendir Górillu Vöruhúsi til geymslu í vöruhúsi félagsins og verkkaupi.

Viðtökuskírteini: Skírteini / “packing listi” sem verkkaupi afhendir Górillu Vöruhúsi þar sem fram koma nauðsynleg atriði sem varða vöru, meðal annars en er ekki tæmandi talning; vörunúmer, strikamerki, heiti, gerð, verðmæti, magn, þyngd, eiginleikar (m.a. ef um hættulega vörur er að ræða), og annað sem talið er upp í Almennum Skilmálum Górilla Vöruhús.

Almennir skilmálar: Eru skilmálar sem fylgja samningi þessum og teljast órjúfanlegur hluti hans. Gjaldskrá: Er verðskrá Górilla Vöruhús eins og hún er hverju sinni og verkkaupi samþykkir fyrir sitt leyti og

þeim skilmálum sem henni fylgja þ.m.t. breytinga sem á henni kunna að vera gerðar.

2. VÖRUR

Górilla Vöruhús veitir þjónustu (þar með talin vörugeymsla, afgreiðsla og dreifing) fyrir verkkaupa á vörum verkkaupa í því magni sem verkkaupi óskar eftir hverju sinni. Górilla Vöruhús skuldbindur sig til að gæta fyllsta öryggis til að tryggja að vörur verkkaupa rýrni eða skemmist ekki. Í samningi þessum eru nánar tilgreind þau skilyrði og skuldbindingar sem Górilla Vöruhús annars vegar og verkkaupi hins vegar taka á sig með samningi þessum. Aðilar samnings þessa eru sammála um og eru upplýstir um það að vörumagn verkkaupa í geymslu hjá Górilla Vöruhús er breytilegt.

3. VIÐTÖKUSKÍRTEINI

Verkkaupi sendir viðtökuskírteini með tölvupósti til Górilla Vöruhús sbr. ákvæði 9.gr. samnings þessa. Telst birting viðtökuskírteinis vera með fullnægjandi hætti með tölvupósti og skuldbindur Górilla Vöruhús sig til þess að staðfesta móttöku viðtökuskírteinis eins fljótt og auðið er.

4. GREIÐSLUR

Verktaki skal greiða Górilla Vöruhús skv. verðskrá félagsins og skv. útsendum reikningum.

Um greiðslur fyrir þjónustu félagsins fer eftir verðskrá Górillu Vöruhúss eins og hún er hverju sinni. Górilla Vöruhús áskilur sér rétt til þess að breyta verðskrá en skal senda verkkaupa tilkynningu þar um með hæfilegum fyrirvara áður en ný verðskrá eða breyting á verðskrá tekur gildi. Breytingar á verðskrá taka gildi 1. næsta mánaðar.

Górilla Vöruhús sendir greiðsluseðla í heimabanka verkkaupa.

5. ÁBYRGÐ OG TRYGGINGAR

Um ábyrgð og tryggingar fer eftir Almennum Skilmálum Górillu Vöruhúss eins og þeir eru hverju sinni. Almennir Skilmálar Górilla Vöruhús fylgja samningi þessum. Mælt er með því að verkkaupi skuli tryggja vörur sínar og mögulegt afleitt tjón af völdum skemmdar vörur. Górilla Vöruhús ber ekki ábyrgð á vörum Verkkaupa á meðan þær eru í geymslu félagsins sbr. 4 ákvæði skilmála félagsins.

6. VANEFNDIR

Um vanefndir fer eftir Almennum Skilmálum Górilla Vöruhús eins og þeir eru hverju sinni.

7. TRÚNAÐARUPPLÝSINGAR

Efni samnings þessa skal vera trúnaðarmál á milli aðila. Aðilar eru sammála um að veita ekki upplýsingar um efni hans nema lög mæli fyrir um það eða aðilar verða sammála um að veita upplýsingarnar, nema mælt sé fyrir um annað í samningi þessum.

8. SÉRSTÖK TRÚNAÐARSKYLDA GORILLU VÖRUHÚSS

Stjórnendur og starfsfólk Górillu Vöruhúss gæta fyllsta trúnaðar um hvaðeina það er félagið verður áskynja um varðandi verkkaupa, starfsemi og viðskiptavini þess og skaðað getur hagsmuni þessara aðila. Eðli starfsemi sinnar vegna hefur Górilla Vörhús að meðhöndla upplýsingar, skjöl, fjárhagsupplýsingar og önnur gögn sem félagið kann að hafa aðgang að vegna þjónustu sinnar við verkkaupa, af fyllsta trúnaði. Trúnaður þessi gildi áfram eftir þrátt fyrir að samningi þessum sé sagt upp.

Górilla Vöruhús skal takmarka aðgang starfsfólks að upplýsingum við þá starfsmenn sem nauðsynlegt er að veittur sé aðgangur að upplýsingum svo að Górilla Vöruhús geti uppfyllt skyldur sínar samkvæmt samningi þessum.

9. GILDISTÍMI SAMNINGS OG UPPSÖGN HANS

Samningur þessi gildir frá undirritun og þar til annar aðili segir honum upp með sannarlegum hætti, eins og fram kemur í Almennum Skilmálum. Með sannarlegum hætti er átt við tölvupóst til hins aðilans. Enginn uppsagnarfrestur gildir fyrstu þrjá mánuði í þjónustu. Að þremur mánuðum liðnum tekur 3 mánaða uppsagnarfrestur gildi og miðast við 1. hvers mánaðar.

Til forsvarsmanns Górillu Vöruhúss: egill@gorillavoruhus.is
Til verkkaupa:
Netfang _______

Samningur þessi er uppsegjanlegur í samræmi við ákvæði þau sem fram koma í Almennum Skilmálum félagsins.

10. VARNARÞING O.FL.

Komi upp ágreiningur um efni samnings þessa eða efndir skal leysa þann ágreining fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.

F.h Górillu Vöruhúss

___________________________ Undirritað af:

F.h Verkkaupa

___________________________ Undirritað af:

Staður og dagsetning Reykjavík ________________

ALMENNIR SKILMÁLAR

Eftirfarandi skilmálar ná til allrar þjónustu Górillu vöruhúss:

Vörugeymslu og afgreiðslu, samning um flutning vöru og vörudreifingu. Neðangreindir skilmálar gilda eftir því sem við á hverju sinni, enda sé ekki um annað samið sérstaklega. Gagnvart verkkaupa takmarkast skyldur, ábyrgð og réttindi Górilla Vöruhús og verkkaupa við þær reglur sem fram koma hér að neðan. Um samband Górilla Vöruhús og verkkaupa vísast í samning milli aðila.

1.0 Viðtökuskírteini

Við afhendingu vöru í vöruhúsi skal verkkaupi gefa Górilla Vöruhús viðtökuskírteini (packing lista) þar sem upptaldar eru þær vörur og vörumagn sem veitt hefur verið móttöku. Þessar upplýsingar eru staðfestar af starfsfólki vöruhússins.

1.1 Verkkaupi skal afhenda vörur í greinilegum og skýrt merktum umbúðum ásamt greinagóðu viðtökuskírteini til þess að tryggja að allar upplýsingar séu réttar.

2.0 Upplýsingaskylda verkkaupa

Verkkaupi skal þegar vara er afhent í vörugeymslu, vera ábyrgur fyrir því að allar nauðsynlegar upplýsingar um geymslu og meðhöndlun vöru komi skýrt fram, þ.e. ef vara þarfnast sérstakrar geymslu eða geymsluaðferðar, eða aðrar upplýsingar þurfi varan sérstaka meðhöndlun. Komi ekki sérstaklega fram, af hálfu verkkaupa, beiðni um sérstaka meðhöndlun á vörunni, verður vöru komið fyrir í geymslu sem haganlegast er miðað við ytri umbúðir hennar svo sem þyngd, stærð osv.frv.

3.0 Hættuleg vara/vörur

Verkkaupi skal upplýsa Górilla Vöruhús ef varan hefur að geyma hættuleg efni, eldfim o.s. frv., eða þarfnast á annan hátt sérstakrar meðhöndlunar. Górilla Vöruhús áskilur sér rétt til að farga vöru fyrirvaralaust sem hætta stafar af, valdið hefur skemmdum á öðrum vörum eða er óhæf til geymslu enda hafi verkkaupa áður verið upplýstur um förgun vörunnar af hálfu Górilla Vöruhús. Verkkaupi er ábyrgur fyrir greiðslu skaðabóta vegna tjóns á mönnum og/eða munum og öðrum kostnaði, svo sem við förgun vöru, sem Górilla Vöruhús verður fyrir vegna vanrækslu á upplýsingaskyldu verkkaupa skv. grein þessari.

4.0 Bótagrundvöllur

Górilla Vöruhús er ekki ábyrgt fyrir skemmdum, hvarfi eða rýrnun á vöru meðan hún er í vörslu félagsins. Górilla Vöruhús ber ekki ábyrgð á tjóni sem hlýst á vöru verkkaupa við framkvæmd verks í þágu hans, s.s. við tínslu, flutning, lestun, losun eða afhendingu eða ef mistök eru gerð við afgreiðslu pöntunar. Skal verkkaupi tryggja sig fyrir öllu hugsanlegu tjóni, hjá viðurkenndu tryggingafélagi, á meðan vara er í geymslu Górilla Vöruhús m.a. afleiddu tjóni s.s., en ekki tæmandi talið, tapaðri markaðshlutdeild, missis álagningar eða tjóni vegna seinkunnar. Górilla Vöruhús ítrekar ákvæði þetta og ákvæði 5. gr. samnings sem verkkaupi og Górilla Vöruhús hafa undirritað.

4.1 Ef rekja má mistök í afgreiðslu pöntunar til starfsfólks Górilla Vöruhús og þurft er að endursenda pöntun stendur félagið undir þeim sendingarkostnaði.

4.2 Félagið hvetur verkkaupa til þess að kynna sér tryggingar og ábyrgð flutningsaðila sem notast er við hverju sinni.

5.0 Ábyrgðartakmörkun

Verkkaupi skal tryggja sig fyrir mögulegum skaðabótum, með sérstökum tryggingum hjá viðurkenndu tryggingafélagi, sem verkkaupi þarf annars vegar að greiða til þriðja aðila eða hefur orðið fyrir skaða sjálfur á meðan vörur eru í geymslu hjá Górilla Vöruhús.

6.0 Ábyrgðarleysisástæður

Górilla Vöruhús ber ekki ábyrgð á tjóni sem stafar af neðangreindum ástæðum og sambærilegum ástæðum og verkkaupi ber að tryggja sig fyrir, og er upptalning þessi ekki tæmandi:

6.1 Bruna, vatnstjóni eða þjófnaði, sbr. ákvæði 11.0. gr um vátryggingar. 6.2 Mistökum eða vanrækslu verkkaupa eða aðila á hans vegum.

6.3 Meðferð, lestun, hleðslu, eða losun vöru sem verkkaupi eða aðilar á hans vegum framkvæmir.

6.4 Röngum eða ófullnægjandi upplýsingum eða merking á vöru.

6.5 Alvarlegum ófyrirsjáanlegum atburðum (force majerure), svo sem ófriði, geislavirkni, uppþotum, verkföllum, jarðskjálfta, eldgosi eða öðrum náttúruhamförum o.þ.h.

7.0 Ábyrgð verkkaupa og skyldur

Þegar og ef tollayfirvöld eða aðrir opinberir aðilar hafa gefið sérstök fyrirmæli um merkingu, pökkun, tolla-skýrslugerð o.fl um tilteknar vörur er verkkaupa skylt að sjá til þess að þeim fyrirmælum sé fullnægt. Þá er verkkaupa skylt að bæta Górilla Vöruhús allt tjón sem rakið kann að vera til neðangreindrar ástæðna en er ekki tæmandi talning:

7.1 Upplýsingar varðandi vöru voru rangar og/eða ófullnægjandi. 7.2 Umbúðir vöru og/eða merkingar voru ófullnægjandi.

7.3 Vara hafði skaðvænlega eiginleika í för með sér, sem ekki var sanngjarnt að ætlast til að Górilla Vöruhús gerði sér grein fyrir.

7.4 Górilla Vöruhús sé gert skylt án sakar samkvæmt skilmálum þessum, að greiða tolla, önnur opinber gjöld, eða verði gert að bæta tjón þriðja aðila.

8.0 Tilkynningarskylda verkkaupa

Verkkaupi skal tilkynna Górilla Vöruhús strax við móttöku um skemmd eða rýrnun vöru enda sé hún sjáanleg, að öðrum kosti skal verkkaupi senda Górilla Vöruhús kvörtun innan 14 daga frá móttöku vöru. Sinni verkkaupi ekki þessari skyldu sinni, skal litið svo á að varan hafi verið óskemmd við afhendingu til verkkaupa.

9.0 Lok vörsluábyrgðar Górillu Vöruhúss

Þegar Górilla Vöruhús annast flutningsmiðlun í þágu verkkaupa sbr. ákvæði 13. gr., lýkur vörsluábyrgð Górilla Vöruhús þegar varan er afhent viðskiptavini eða dreifingaraðila til flutnings.

Í öðrum tilvikum lýkur vörsluábyrgð Górilla Vöruhús þegar:
9.1 Verkkaupi eða aðili/aðilar á hans vegum kvittar fyrir móttöku vöru.
9.2 Górilla Vöruhús hefur afhent vöru á þeim stað sem verkkaupi tilgreinir. 9.3 Þegar samningi er rift og uppsögn tekin í gildi.

10.0 Vátryggingar

Allar vörur sem afhentar eru til geymslu á umráðasvæði Górilla Vöruhús skulu vera vátryggðar af verkkaupa gegn bruna, vatnstjóni og þjófnaði og skemmdum almennt. Vátrygging þessi skal taka til verðmætis vöru eins og það er tilgreint í viðtökuskírteini samkvæmt ákvæði 1.0 gr. auk aðflutningsgjalda og vörugjalda, ef við á, skv. tollalögum nr. 55/1987 og laga um vörugjald nr. 97/1987. Górilla Vöruhús getur hvenær sem er meðan varan er á umráðasvæði félagsins óskað eftir upplýsingum um hvort vátryggingarskírteini er ennþá í gildi.

11.0 Fyrning

Allar kröfur sem rísa kunna á hendur Górilla Vöruhús, fyrnast á einu ári frá því að:

11.1 Verkkaupi eða aðilar á hans vegum kvitta fyrir móttöku vöru í vöruhúsi Górilla Vöruhús.

11.2 Górilla Vöruhús afhendir flytjanda vöru til flutnings, sbr. ákvæði greinar 9. gr. 11.3 Górilla Vöruhús afhendir vörur sbr. ákvæði 9.2 og 12.gr.
11.4 Samningi lýkur fyrir uppsögn sbr. ákvæði 9.3. gr.

12.0 Flutningsmiðlun – vörudreifing

Górilla Vöruhús skráir sendingar í flutningsmiðlun eða vörudreifingu hjá samstarfsaðilum sínum samkvæmt beiðni verkkaupa. Komi ekki fram krafa um sérstakan flutningsmáta er Górilla Vöruhús heimilt að velja þann flutningsmáta sem heppilegast er og eðlilegur þykir hverju sinni fyrir sambærilegar vörur.

Þegar Górilla Vöruhús annast vörudreifingu fyrir verkkaupa kemur Górilla Vöruhús fram gagnvart flytjanda sem umboðsmaður verkkaupa.

13.0 Haldsréttur

Greiði verkkaupi ekki geymslukostnað vöru, flutningskostnað, aðflutningsgjöld, vátryggingariðgjöld eða annan sannarlegan kostnað sem Górilla Vöruhús hefur haft af umönnun eða umsýslu vöru, skal Górilla Vöruhús hafa haldsrétt í vörum verkkaupa til tryggingar þeim kostnaði. Górilla Vöruhús áskilur sér rétt til að farga vörum eða selja fyrir ofangreindum kostnaði. Áður en Górilla Vöruhús notfærir sér rétt sinn samkvæmt grein þessari skal félagið senda verkkaupa skriflega tilkynningu, þar sem fram komi að varan verði seld fyrir áföllnum kostnaði eftir 15 daga, frá dagsetningu tilkynningar, verði krafa félagsins ekki greidd.

14.0 Vanefndaúrræði

Górilla Vöruhúsi er heimilt að rifta samningi milli aðila án fyrirvara. Skal tilkynning þess efnis send verkkaupa í tölvupósti.

15.0 Varnarþing

Mál vegna skilmála þessarra og samnings á þeim byggðum skulu rekin fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.

16.0 Fyrirvari

Górilla Vöruhús áskilur sér allan rétt til þess að breyta og/eða bæta við Almenna Skilmála þessa. Ef breytingar eru gerðar á Almennum Skilmálum þessum skal Górilla Vöruhús senda samningsaðlinum sýnum tilkynningu um breytingar þær með hæfilegum fyrirvara.