Skip to content

Umhverfisstefna

Umhverfisvænt vöruhús

Það skiptir okkur miklu máli að vera umhverfisvænt vöruhús.

Það er stefna okkar að lágmarka neikvæð umhverfisáhrif frá allri starfsemi félagsins og hvetja fyrirtæki í þjónustu okkar til að gera slíkt hið sama.

  • Górilla Vöruhús er “paperless warehouse”. Starfsemi fyrirtækisins er sjálfvirknivædd með vöruhúsakerfi í skýinu sem snarminnkar úrgang og pappírsnotkun. Til dæmis prentum við ekki “tínslumiða” fyrir afgreiðslu pantana og hvorki fylgja útprentaðir vörulistar eða skilamiðar með pöntunum. Einungis eru sendir rafrænir reikningar. Þetta eitt sparar 1000+ blaðsíður á hverjum degi.
  • Í byrjun 2021 hættum við að bjóða upp á plast-póstpoka og höfum einungis póstpoka úr endurunnum pappír í boði fyrir viðskiptavini. Við hvetjum fyrirtæki í þjónustu til þess að nota umhverfisvænni kosti í umbúðum.
  • Úrgangur er flokkaður og endurunninn.
  • Við trúum því að eðli rekstursins hafi frábær umhverfisleg áhrif á samfélagið. 50+ íslensk fyrirtæki deila hér sama vöruhúsi, tólum og tækjum. Samlegðaráhrifin eru ekki síður mikilvæg í akstri og dreifingu þar sem mörg fyrirtæki nýta sömu bíla og akstursleiðir. Þetta skilar bæði fjárhagslegri og umhverfislegri hagræðingu fyrir alla.