Næstu mánaðarmót er enn ein breytingin að ganga í garð hjá okkur í Górillu Vöruhúsi. Við erum sífellt að vinna í því að bæta þjónustuna okkar og núna viljum við gera vöruafhendingu fljótari, nákvæmari og þægilegri fyrir alla.
Frá og með næstu mánaðarmótum lokum við afgreiðslunni okkar í Vatnagörðum 22. Þetta þýðir að ekki verður lengur í boði fyrir viðskiptavini netverslana að velja að sækja pöntunina sína í Górilla Vöruhús.
Í staðin fyrir einn afhendingastað með mjög takmarkaða opnunartíma í Vatnagörðum – þá verða í boði 30+ afhendingarstaðir um allt land – sem allir hafa langa opnunartíma, eða eru jafnvel opnir allan sólarhringinn!
Af hverju loka afgreiðslunni í Vatnagörðum?
Við erum að loka afgreiðslunni vegna þess að við viljum bjóða þér afgreiðslu á heimsmælikvarða. Við viljum bjóða þér eins þægilega afhendingu og mögulega er hægt. Til að byrja með var tilvalið fyrir okkur að bjóða viðskiptavinum að sækja til okkar í vöruhúsið en aðstæður hafa nú breyst:
1. Fjöldi afgreiddra sendinga telur nú þúsundum í hverjum mánuði og litla afgreiðslan okkar hentar því miður alls ekki vel til að veita slíkum fjölda góða þjónustu. Okkur þótti mjög leiðinlegt að bjóða viðskiptavinum upp á langar biðraðir út á götu síðasta vetur.
2. Vöruhúsið okkar er í Vatnagörðum og fyrir 90% viðskiptavina er alls ekki í leiðinni að koma við hjá okkur til þess að ná í sendingu. Hvers virði er tíminn þinn? Við viljum gera vöruafhendingu auðveldari með því að þú getir sótt nær þér.
3. Í Vatnagörðum höfum við boðið takmarkaða opnunartíma, á milli kl. 12-17. Við viljum bjóða þér að sækja hvenær sem þér hentar. Opið allan daginn, fram á kvöld eða jafnvel allan sólarhringinn!
Hvernig get ég nálgast pöntunina mína?
Það hefur aldrei verið auðveldara að nálgast pantanir frá netverslunum!
Í boði eru samdægurs heimsendingar á höfuðborgarsvæðinu og á öllu suðvesturhorni Íslands með TVG Xpress – þetta er samdægurs express heimsending til yfir 85% landsmanna.
Við sendum hvert á land sem er með Flytjanda. Sending er venjulega tilbúin til afhendingar næsta dag.
Og í samvinnu við Dropp eru nú í boði 30+ afhendingarstaðir um allt land þar sem þú getur sótt pöntunina sjálf/ur, nálægt þér. Þú getur lesið um allar sendingarleiðir hér.
Ef þú hefur einhverjar spurningar, ekki hika við að hafa samband. Við hlökkum til að heyra frá þér!