Skip to content

Er Górilla Vöruhús rétti kosturinn fyrir þig?

Er Górilla Vöruhús rétti kosturinn fyrir þig?

Hefur þú áhuga á að koma í viðskipti við Górillu Vöruhús?

Hér eru ítarlegar upplýsingar um þjónustuna okkar – hvernig hún virkar, fyrir hvern hún hentar og hvað er mikilvægt að hafa í huga áður en þú tekur ákvörðun …

Umsýsla á vörunum þínum (vörumóttaka, hýsing, afgreiðsla og dreifing) er einn af mikilvægustu (og flóknustu) þáttum þess að reka netverslun eða heildsölu.

Á undanförnum árum hefur afhendingartími pantana styst og kröfur viðskiptavina hafa aukist. Þetta skapar nýja áskorun fyrir verslanir þar sem æ erfiðara er mæta væntingum neytenda – eða bjóða betur en samkeppnin.

Það er mögulegt að “sjá um allt” sjálf/ur þegar verkefni eru í startholunum en þegar reksturinn þinn stækkar og umfang pantana eykst – þá gæti verið að besta leiðin sé að úthýsa vöruhliðinni til sérfræðinga – til þess að hámarka árangur en líka til þess að nýta betur tímann þinn.

Við hjá Górillu Vöruhúsi sérhæfum okkur í umsýslu á vörum og sjáum um allt frá því að taka á móti sendingum frá framleiðanda til birgðarhalds, afgreiðslu á pöntunum og dreifingu til viðskiptavina.

Okkar reynsla með yfir 150 fyrirtækjum síðan 2018 hefur sýnt okkur að við getum einfaldað rekstur viðskiptavina okkar og á sama tíma hjálpað þeim að bæta afhendingartíma og lækka rekstrarkostnað! Ef þú hefur áhuga á að vita meira, lestu endilega áfram og bókaðu ókeypis spjall með okkur. Við vonumst til að heyra frá þér!

Jæja, hvað viltu vita?

1. Hvað gerir Górilla Vöruhús, nákvæmlega?

Górilla Vöruhús sér um vöruhliðina fyrir þig frá A-Ö.

En hvað þýðir það?

Ein leið til þess að útskýra er að þú þarft í raun aldrei að sjá vörurnar þínar! Og til rökstuðnings þá er fjöldi viðskiptavina sem hafa notað þjónustuna í mörg ár og aldrei nokkurntíman komið nálægt vörunum sínum … ótrúlegt!

Við sjáum algjörlega um vöruhliðina eða “physical” hliðina á rekstrinum þínum svo þú hafir sveigjanleika til þess að vera hvar sem er í heiminum, vinna hvenær sem þér hentar og vera laus við umstangið sem fylgir því að reka eigið vöruhús eða vera með fjölda fólks á launaskrá.

Við sjáum um vöruhýsingu og birgðahald, vörumóttöku, afgreiðslu á pöntunum, innpökkun, sendingar til viðskiptavina, móttöku á vöruskilum og fleira!

Þar að auki gefum við þér aðgang að okkar eigin vöruhúsa-hugbúnaði þar sem þú getur skoðað ‘real-time’ birgðastöðu hvaðan sem er úr heiminum, auk þess að geta fylgst með stöðu pantana, stofnað pantanir, nálgast ógrynni af hjálplegum skýrslum og fleira.

Hér er nánari upptalning á verkefnum vöruhússins og hvernig við leysum vandamál fyrir þig í daglegum rekstri:

Vöruhýsing:

Þú sendir vörur beint í vöruhúsið frá framleiðanda. Við sjáum um vörumóttöku, gæðaeftirlit, talningu og innskráningu á þínum vörum. Rétt birgðastaða birtist sjálfkrafa í netverslun og í þínum eigin bakenda. Öll tæki, tól og búnaður er til staðar og innifalinn.

Vöruhúsið er vaktað með fullkomnu öryggiskerfi, starfsfólk fylgir stöngum vinnureglum og Górilla Vöruhús hefur öll tilskilin leyfi frá vinnu- og heilbrigðiseftirlitinu fyrir vöruhýsingu á hverskyns vörum.

Afgreiðsla á pöntunum:

Nákvæm og eldfljót afgreiðsla á öllum pöntunum.

Um leið og viðskiptavinur leggur inn pöntun fer starfsfólk vöruhússins af stað við að finna til réttar vörur, pakkar inn og sendir af stað til viðskiptavinar. Öll afgreiðsla fer fram af þjálfuðu starfsfólki og í gegnum vöruhúsahugbúnað með handskönnum sem tryggir 99,8% rétta afgreiðslu. Afgreiðsla er samdægurs á pöntunum sem berast fyrir kl. 13.00.

Þú þarft ekki að vera á staðnum, þú þarft aldrei að skutlast á pósthús og þú þarft ekki að hafa neinar áhyggjur.

Pökkun:

Innpökkun á pöntunum í kassa, umslög eða póstpoka er mikilvægt skref áður en sendingarmiði er límdur á pöntun og hún send út úr húsi. Ytri umbúðir vernda pantanir fyrir hnjaski, bleytu eða óhreinindum og strikamerki á sendingarmiða gerir okkur kleift að ‘tracka’ pöntun frá því að hún yfirgefur vöruhúsið og þangað til hún kemur í hendur viðtakanda.

Búnaður og efni til innpökkunar eru innifalin í þjónustu. Þar að auki eru sérstakir póstpokar innifaldir en þú hefur einnig kost á því að koma með þínar eigin umbúðir sem við notum undir þínar vörur.

Sendingar til viðskiptavina:

Eitt af mörgum hlutverkum vöruhússins er að fylgjast með trendum og þróun í heimsendingu. Við viljum tryggja að okkar viðskiptavinir hafi aðgang að bestu og ódýrustu sendingarleiðum á Íslandi hverju sinni.

Við aðstoðum þig við að tengjast sendingaraðilum, útvegum þér betri verðum, skráum sendingar hjá dreifingaraðilum fyrir þig og sjáum til þess að pantanir komist til skila á réttum tíma.

Vöruskil og skipti:

Vöruskil og vöruskipti eru órjúfanlegur hluti af verslun en það getur það verið mikill hausverkur að annast slíkt ef ekki eru góðir verkferlar til staðar. Górilla Vöruhús tekur á móti skilavöru fyrir alla viðskiptavini og færir aftur í birgðastöðu eða fargar – eftir því hvort á við hverju sinni. Nánar hér.

Fyrir suma getur hljómað áhættusamt eða jafnvel óþægileg tilhugsun að treysta öðrum fyrir umsýslu á sínum vörum. En við viljum vera sannur samstarfsaðili, framlenging á þínu eigin fyrirtæki. Við erum hér til þess að hjálpa þér að ná árangri. Það skiptir okkur öllu máli að eiga náin og traust sambönd við okkar viðskiptavini.

“Fyrirtækið okkar tók stakkaskiptum eftir að við færðum lagerinn til Górillu. Viðskiptavinir fá betri þjónustu, salan hefur aukist og kúnnahópurinn hefur stækkað. Það sem stendur uppúr eru góð samskipti við starfsfólk Górillu. Þú finnur að þau eru með þér í liði og þeim er umhugað að þínu fyrirtæki”.

Ninna hjá Marr, viðskiptavinur síðan 2019

2. Hvað kostar þjónusta Górillu Vöruhúss?

Gjaldskrá Górillu Vöruhúss er afar einföld og það eru aðeins örfáir gjaldliðir sem greitt er fyrir. Markmiðið okkar er að gjaldskráin sé einföld, fyrirsjáanleg og sveigjanleg. Þannig á enginn kostnaður að koma þér á óvart og eins getur þú stækkað með okkur án þess að þurfa fjárfesta í stærra vöruhúsi, fleira starfsfólki, dýrum búnaði eða glíma við aðra samskonar vaxtaverki.

Kostnaður við þjónustu Górillu Vöruhúss fer algjörlega eftir umfangi verslunar í hverjum mánuði. Til dæmis:

  • Fjölda pantana sem þarf að afgreiða
  • Stærð lagerins sem þarf að geyma
  • Fjöldi sendinga sem þarf að afhenda til viðskiptavina

Gjaldskrá Górillu Vöruhúss er skipt í þrjá gjaldliði og þeir eru eftirfarandi:

A. Vöruhýsing:

Greitt er fyrir það pláss sem vörurnar þínar taka í vöruhúsinu per dag. Þannig hefur þú 100% sveigjanleika til þess að stækka eða minnka eins og þú þarft – án þess að skuldbinda þig til þess að leigja stórt eigið húsnæði.

→ Smávöruhólf (50x50x40cm) = 45 kr. per hólf per dag

→ Brettapláss (120x80x150cm) = 171-203 kr per bretti per dag

B. Þjónusta:

Þú greiðir aðeins fyrir þjónustu þegar vörurnar þínar eru afgreiddar inn (vörumóttaka) eða út (afgreiðsla á pöntunum).

Í stað þess að ráða inn starfsfólk með þeirri skuldbindingu og fasta kostnaði sem því fylgir þá hefur þú aðgang að öllu starfsfólki vöruhússins en greiðir aðeins fyrir það þegar þú þarft raunverulega á því að halda.

→ Afgreiðsla frá 282 kr. per pöntun

→ Vörumóttaka frá 1550 kr. 

→ Lágmarksþröskuldur fyrir þjónustu er 35.000 kr. per mánuð.

C. Dreifing / sendingarkostnaður:

Kostnaður er per sendingu og fer eftir sendingarleið, stærð pöntunar og póstnúmeri viðtakanda. En þú sparar alltaf á sendingunni með okkur.

Við sendum hundruðir pantana á hverjum degi og í krafti fjöldans fáum við sérkjör hjá dreifingaraðilum – sem við gefum beint áfram til þín.

“Ekki nóg með að geta fækkað skrefum og einblínt á það sem mestu skiptir heldur náðum við líka að lækka fastan kostnað til muna þökk sé sanngjarni verðskrá Górillu. Teymið fær mikið hrós fyrir hjálpsemi og snögg og góð vinnubrögð! Okkar viðskiptavinir fá sendingarnar sínar yfirleitt mjög fljótt sem skiptir okkur höfuð máli. TAKK GORILLA”

Kristín Amy Dyer hjá Tropic, viðskiptavinur síðan 2022

3. Kostir þess að úthýsa vöruhliðinni til Górillu

Það eru margar ástæður fyrir því að það sé sniðugt að úthýsa vöruhliðinni til þriðja aðila í staðin fyrir að vera sérfærðingur í öllu sjálf/ur. Hér eru nokkrar algengar ástæður frá okkar eigin viðskiptavinum:

A. Vesen í kringum vörugeymslu heyra sögunni til …

Hvort sem þú ert með eigið vöruhús, verslunarrými eða ert með heimilið þitt fullt af kössum þá þekkir þú eflaust vandræðin sem geta fylgt því að geyma lager.

Vandræði tengd vöruhýsingu eru ein af algengustu vandamálunum sem við heyrum af þegar við tölum við nýja viðskiptavini – hvort sem það er plássleysi, hár leigukostnaður, mikil vinna eða að fólk vilji fá pláss á heimilinu sínu aftur.

Tekjur geta verið síbreytilegar milli árstíða og umfang í vöruhýsingu geta sveiflast mikið til. Þetta getur leitt til þess að þú þurfir meira pláss undir lagerinn þegar mikið er að gera og svo situr þú uppi með kostnað af stærra rými en þú þarft í rólegri mánuðum.

Þegar þú úthýsir vöruhýsingu til Górillu hefur þú aðgengi að eins miklu eða litlu plássi og þú þarft hverju sinni – en greiðir aðeins fyrir það pláss sem þú raunverulega notar.

Þannig getur þú stækkað án hindrana – eða skroppið saman á rólegri tímum og lækkað kostnað þegar þér hentar. Auk þess sjáum við um að skipuleggja lagerinn þinn, telja vörur og tryggjum að öll öryggisatriði séu fyrsta flokks.

Þú hefur fullt aðgengi að öllu sem er að gerast án þess að fórna eigin tíma eða plássi heima hjá þér. Það eina sem þú þarft að gera er að panta inn áður en vörurnar þínar verða uppseldar!

Kostnaður við vöruhýsingu ætti ekki að éta upp hagnað fyrirtækja en húsnæðismál eru sannarlega ein af helstu áskorunum fyrirtækja á Íslandi í dag. Vísitala raunverðs atvinnuhúsnæðis hefur aldrei verið hærri (2023) og er “lítið framboð og hátt verð það sem einkennir markað atvinnuhúsnæða nú um mundir,” að sögn Seðlabankastjóra í viðtali við Innherja.

Við teljum að meðal annars þess vegna séu æ fleiri fyrirtæki að sjá hag sinn í því að úthýsa vöruhýsingu og komast í meiri sveigjanleika og minni skuldbindingu.

“Þjónustan er til fyrirmyndar og gefur okkur tíma til þess að sinna öðrum öngum rekstursins betur. Þetta gerir reksturinn miklu auðveldari! Við hefðum ekki getað vaxið svona hratt og vel nema með samstarfi við Górilla”.

Víðir Örn hjá Dufland heildsölu. Viðskiptavinur síðan 2019

B. Þú þarft ekki að afgreiða pantanir alla daga eða bruna á Pósthúsið með pakka …

Ef þú hefur séð um að afgreiða pantanir sjálf/ur þá ættir þú að kannast vel við þessi daglegu verkefni:

  • Leita að kassa eða poka sem passar undir allar vörurnar þínar
  • Spila Tetris til þess að raða vörunum í kassa
  • Handskrá sendingar eða prenta út sendingarmiða
  • Bruna með sendingar á pósthúsið fyrir lokun
  • … og þurfa að vera á staðnum alla daga til þess að afgreiða pantanir út á réttum tíma

Það er tímafrekt að sjá um þessi verkefni sjálf/ur og á endanum verðum við að spyrja okkur, hvers virði er tíminn þinn og hvernig getur þú nýtt hann best?

Ef þú átt orðið erfitt með að sjá um afgreiðslu á pöntunum sjálf/ur vegna þess að umfang eða fjöldi pantana hefur aukist, þá er það góð vísbendingin um að nú sé rétti tíminn til þess að ráða vöruhús til þess að sjá um vöruhliðina fyrir þig.

Þú getur vissulega líka ráðið þitt eigið starfsfólk en þá situr þú einnig uppi með allan annan “falinn kostnað” sem fylgir því að afgreiða pantanir innanhúss.

Það fylgir því hafsjór af földum kostnaði að leigja eigið vöruhús og reka eigin starfsemi. Stiklað á mjög stóru þá þarftu að byrja á því að ráða starfsfólk í fasta vinnu, vera með starfsmanna aðstöðu, kaupa eða leigja búnað, innpökkunarefni og síðast en ekki síst þá þarft þú að sjá um reksturinn og bera ábyrgð á því að allt gangi smurt, til dæmis að manna vaktina þegar starfsfólk er seint, veikt eða fer í frí.

Við viljum ekki láta það hljóma eins og það sé ómögulegt að reka eigið vöruhús, því það er ekki rétt. En það er sannarlega langtíma skuldbinding og krefst bæði meira fjármagns og þekkingar ef það á að ganga vel.

Við erum ekki alveg hlutlaus … en okkur finnst leiðin sem líst er hér að ofan vera svolítið 1995. Í dag getur þú úthýst rekstrinum þínum til sérfræðinga – og dagleg störf verða áreiðanlegri, betri og jafnvel ódýrari.

C. Þú getur stækkað hraðar ef þú einbeitir þér að því sem skiptir mestu máli

Þó svo að verkefnin tengd vöruhliðinni séu nauðsynleg, þá eru þau örugglega ekki ástæðan fyrir því að þú byrjaðir í rekstri … og þessi verkefni verða bara stærri og stærri eftir því sem reksturinn þinn stækkar.

Margir frumkvöðlar og stjórnendur segja að tíminn sé þeirra verðmætasta auðlind. Þú getur eytt tímanum þínum í innpökkun og sendingar í staðin fyrir að einbeita þér að því að selja meira eða stækka markhópinn, en það gæti orðið til þess að reksturinn þinn festist í sama fari.

Að úthýsa vöruhliðinni tekur ábyrgð af þínum herðum og fríar upp mikinn tíma sem þú getur notað í það sem er raunverulega mikilvægast hverju sinni – til dæmis vöruþróun, markaðssetningu, branding eða eitthvað sem aðeins þú getur gert.

Vöruhúsið er ekki hreinn kostnaður heldur tæki til þess að auka tekjur með því að mæta hörðustu kröfum viðskiptavina og veita frábæra þjónustu í hvert skipti sem viðskiptavinur pantar.

D. Þú nýtur góðs af reynslu og umfangi vöruhússins

Górilla Vöruhús afgreiðir 500-1000+ pantanir alla daga og við höfum unnið með yfir 150 netverslunum og heildsölum frá 2018.

Með því að vinna með Górillu Vöruhúsi fær reksturinn þinn aðgang að traustum innviðum, tækni og starfsfólki með sérþekkingu í afgreiðslu og birgðahaldi. Við getum hjálpað þér að besta verkferla í kringum vöruhliðina og erum með þér í liði. Aðrir hafa líklega glímt við sömu áskoranir og þú svo leyfðu okkur að miðla reynslunni áfram. Þú þarft ekki að finna upp hjólið!

Í Górillu Vöruhúsi eru 10 starfsmenn sem afgreiða pantanir fyrir 100 fyrirtæki á hverjum degi. Hvort heldur þú að það komi betur út að reka eigið vöruhús með fastráðið starfsfólk – eða borga frá 280 kr. fyrir hverja afgreiðslu?

E. Staðsetning í Reykjavík

Þessi punktur er sérstaklega fyrir fyrirtæki sem eru staðsett á landsbyggðinni.

Við tökum reglulega inn fyrirtæki sem vilja nýta sér þjónustu Górillu Vöruhús fyrst og fremst vegna þeirrar hagræðingar sem hægt er að ná með því að flytja lagerinn til Reykjavíkur. Höfum í huga:

  • Sendingarkostnaður frá höfn í Reykjavík á lager á landsbyggðinni
  • Sendingarkostnaður frá lager á landsbyggð til viðskiptavinar á suðvesturhorni (85% íslendinga)

Górilla Vöruhús er staðsett 10 mínútum frá helstu innflutningsaðilum og við sendum samdægurs til 85% landsmanna sem eru búsettir á suðvesturhorni Íslands. Njóttu þess að búa og vinna hvaðan sem er úr heiminum – en vertu með vörurnar nær markaðinum. Fljótari afgreiðslutími auk tvöfalds sparnaðar á sendingarkostnað sem telur hratt þegar allt er tekið saman.

F. Aðgengi að tækni, gagnsæi og skýrslum sem hjálpa þér að stækka

Þegar einstaklingar eða fyrirtæki sjá um vöruhliðina innanhús er ferlið yfirleitt mjög handvirkt.

Þegar þú úthýsir vöruhliðinni til okkar ert þú ekki aðeins að fá traustan partner sem sér um að afgreiða pantanir – heldur færð þú líka fullt aðgengi að vöruhúsakerfi sem við notum til þess að vinna fyrir þig á hverjum degi.

Þú getur m.a. notað vöruhúsakerfið okkar til þess að:
  • Fylgjast með birgðastöðu í rauntíma – hvar og hvenær sem er
  • Stofna pantanir eða fylgjast með stöðu pantana
  • Fá tímanlegar tilkynningar áður en vörur verða uppseldar eða við hvers kyns update úr vöruhúsinu
  • Tracking á viðkvæmum vörum svo sem vegna innköllunar, dagsetningar eða af öðrum ástæðum
  • Sækja ótal skýrslur tengdar kostnaði, hreyfingu á vörum og svo framvegis

"Það var mikil lukka að finna Górilla Vöruhús á sínum tíma. Fyrirtækið okkar var að stækka hratt og því fylgdu vaxtaverkir. Í fyrstu vikunni þurftum við að senda út hundruðir pantana, sem hefði aldrei tekist nema með aðstoð þeirra frábæru starfsmanna sem vinna hjá Górilla.

Samstarfið hefur gefið okkur tíma í að sinna öðrum mikilvægum verkefnum innan fyrirtækisins og sjáum við fram á að geta vaxið á bæði innlendum og erlendum mörkuðum með þeirra aðstoð”.

Kristinn Ísak Inguson frá Inga Elín Design, viðskiptavinur síðan 2020.

4. Hvenær er þjónusta Górillu algjör ‘No Brainer’ ?

Við elskum að hjálpa fyrirtækjum að gera betur og leysa vandamál. Og skemmtilegast finnst okkur þegar við getum leyst stór vandamál! Það er þegar við getum gert hlutina miklu ódýrari, betri eða einfaldari.

Hér eru þrjú dæmi þar sem fyrirtæki hafa samband við okkur og við getum hjálpað fyrirtækjum svo mikið að dæmið verður algjör “no brainer” 🚀

A. Þegar fyrirtæki er með eigið lagerhúsnæði og starfsfólk

Þegar fyrirtæki eru með fastan leigukostnað OG lager- eða afgreiðslufólk í vinnu vitum við að þjónustan okkar getur gjörsamlega umturnað rekstrinum.

Nokkuð algengt er að kostnaður við hýsingu í Górillu Vöruhúsi sé sambærilegur, borið saman við leigukostnað á eigin húsnæði. Munurinn er hins vegar sá að hjá Górillu hefur fyrirtæki sveigjanleika til þess að stækka og lendir aldrei í þeim vandræðum að vera uppiskroppa með pláss. Eins er möguleiki á því að minnka lager á rólegri tímum og samstundis spara leigukostnað. Fyrir utan þetta er allur kostnaður og tími sem fer í rekstur, viðhald og tæki í eigin húsnæði.

Í þeim tilfellum sem fyrirtæki hættir að hafa eigið starfsfólk í vinnu og úthýsir vöruafgreiðslu til okkar sparast oft hundruðir þúsunda á mánuði. Í Górillu Vöruhúsi greiða fyrirtæki ekki fastan launakostnað heldur aðeins fyrir hreyfingar á sínum vörum. Hér sparast ótrúlega mikill tími og peningar – sannkallaður no brainer!

B. Þegar pantanir eru margar!

Fyrir verslanir sem hafa góðan fjölda pantanna er yfirleitt mjög hagstætt að nýta þjónustu Górillu Vöruhúss fyrir vöruafgreiðslu. Með mörgum pöntunum er átt við nokkur hundruð til þúsund pantanir í mánuði. Þá er ekki síður mikilvægt að ábyrgðinni er úthýst annað svo enginn tími fer í að leysa vandamál sem geta komið upp tengd vöruafgreiðslu.

Óþarfi er að finna og ráða starfsfólk með því umstangi og kostnaði sem fylgir. Auk þess þarf ekki að halda uppi starfsmannaaðstöðu, kaupa afgreiðslutæki, innpökkunarbúnað eða annað.

Í krafti fjöldans verður hver pöntun virkilega hagstæð, oftast um 280-350 kr per pöntun. Allar pantanir eru afgreiddar sjálfvirkt og samdægurs, hvort sem fjöldi pantana er 10, 100 eða 1,000 þann daginn.

C. Þegar vöruhýsing er lítil

Sum fyrirtæki hafa einfaldlega alveg rosalega lítinn lager.

Það geta til dæmis verið fyrirtæki sem sérhæfa sig í mjög sérhæfðu eða takmörkuðu vöruúrvali með lítinn catalog eða fyrirtæki með smáar vörur (t.d. snyrtivörur,  húðvörur, CBD vörur, skartgripir, vítamín).

Þar sem vöruhýsing er oft stór hluti (ef ekki stærsti hluti) kostnaðar við miðlægt vöruhús þá getur þetta gert þjónustuna mjög ódýra.

Górilla Vöruhús er að þjónusta fjölda fyrirtækja þar sem kostnaður við vöruhýsingu er aðeins nokkrir þúsundkallar á mánuði – og það gerir rekstrarumhverfi eðlilega mjög hagkvæmt!

“Við erum óendanlega ánægð með þjónustuna hjá Górillu Vöruhúsi. Fyrirtækið okkar hefur stækkað hratt og sáum við ekki lengur fram á að geta sinnt öllum verkefnum án þess að kaupa auka bíl og ráða inn starfsmann til að sjá um sendingar.

Górilla getur séð um allt sem okkur vantaði aðstoð með og fyrir aðeins brotabrot af þeim kostnaði sem annars lá fyrir. Það er síðan alger lúxus að geta afgreitt pantanir hvaðan sem er í heiminum og geta því farið í kærkomið og áhyggjulaust frí”

Eva hjá Lumo Casa, viðskiptavinur síðan 2023

5. Hverjir eiga ekki að úthýsa vöruafgreiðslu til Górillu …

Eins og ítrekað hefur komið fram hér að ofan þá eru margar frábærar ástæður fyrir því að úthýsa vöruhliðinni til fagaðila. En það er líka mögulegt að útvistun til þriðja aðila henti þér ekki … 

Það hentar kannski ekki fyrir þig að úthýsa lager og þjónustu ef þessi atriði eiga við um þig:

A. Ef þú vilt hafa 100% stjórn á hverju skrefi í rekstrinum

Ef þú átt erfitt með að treysta öðrum eða ef þú vilt stjórna nákvæmlega hvernig þú geymir vörur, tínir vörur í pantanir og pakkar inn pöntunum. Þetta getur til dæmis verið sniðugt ef vörurnar þínar eru sérstaklega brothættar, illa merktar eða ef hver pöntun þarf sér-samsetningu.

Þar að auki, ef þú eða einhver í fyrirtækinu hefur mikla reynslu af vöruafgreiðslu/lógístík og þið hafið komið upp mjög góðum verkferlum innanhúss þá getur verið að þú þurfir ekki að úthýsa vöruafgreiðslu, að minnsta kosti í einhvern tíma.

B. Ef þú vilt sérstaka gjafainnpökkun eða “dúllerí” við innpökkun

Ef þú vilt senda vörurnar þínar í sértækum umbúðum eða jafnvel fá sérpökkun fyrir pantanir, hvort sem það er handskrifað kort, gjafainnpökkun, skrautpappír, slaufa eða samskonar dúllerí – þá getur verið að þær kröfur séu umfram það sem vöruhús getur boðið þér.

Innifalið í þjónustu Górillu Vöruhúss eru umhverfisvænir póstpokar en við bjóðum fyrirtækjum líka að koma með sínar eigin póstpoka eða kassa sem við notum undir þeirra pantanir. Við bjóðum fyrirtækjum nokkurn sveigjanleika í vöruinnpökkun en það getur haft áhrif á afgreiðslukostnað.

Ef strangar kröfur eru gerðar um innpökkun á vörum getur verið að það henti betur að úthýsa ekki vöruafgreiðslu.

C. Ef hver vara er einstök

Einstakar vörur eins og listaverk, sérmerktar vörur eða aðrar “one of a kind – made to order” vörur henta mögulega ekki jafn vel í vöruhúsinu. Það er fyrst og fremst vegna þess að hver einstök vara þarf að vera skráð inn sérstaklega og þarf sína eigin staðsetningu í vöruhúsinu – sem gerir afgreiðslu og hýsingu dýrari en ella.

Okkar reynsla er sú að það borgar sig miklu frekar að úthýsa vöruafgreiðslu ef fyrirtæki selja sömu vöruna aftur og aftur. Til dæmis á það við um fatnað, snyrtivörur, neysluvörur og sérvöru frekar en listaverk sem er aðeins framleitt í einu upplagi.

D. Ef lagerinn þinn er stór en pantanir fáar

Það kemur stundum fyrir að fyrirtæki í þjónustu Górillu Vöruhús eru með stóran lager (mörg vörunúmer eða stórar vörur) en fáar pantanir. Þetta þýðir oftar en ekki að kostnaður við vöruhýsingu er tiltölulega hár en tekjur frá pöntunum eru lágar.

Því miður kemur það reikningsdæmi ekki vel út, sama hvernig það er tekið saman. Ef lagerinn þinn er fyrirferða mikill en pantanir fáar er best að reyna komast í eins ódýrt húsnæði og mögulegt er – eða endurskoða rekstraráætlun fyrirtækisins.

E. Ef pantanir eru ekki margar og þú getur enn séð um afgreiðslu sjálf/ur

Ef pantanir eru tiltölulega fáar og þú getur auðveldlega séð um vöruafgreiðslu sjálf/ur, þá er ekki vitlaust að halda því áfram. Að afgreiða pantanir sjálf/ur þegar rekstur verslunar er enn smár er ódýrasti kosturinn fjárhagslega, en kostar þig tíma í staðin.

Við mælum oft með því fyrir minni verslanir að afgreiða sjálf þangað til fjöldi pantanna hefur aukist og það er orðið vandamál að afgreiða allar pantanir út rétt og á réttum tíma. Þá eru miklar líkur á að Górilla Vöruhús geti leyst það vandamál með hraðri þjónustu og á hagkvæman máta.

Ég vil vinna með Górillu Vöruhúsi, hver eru næstu skref?

Frábært! Við hlökkum til að heyra frá þér.

Besta, næsta skref er að bóka kynningarfund með okkur hér og í leiðinni fyllir þú út svör við nokkrum einföldum spurningum sem hjálpa okkur að skilja verkefnið fyrir hendi.

Ef þú ert ekki tilbúin/n til að bóka fund strax getur þú líka sent okkur skilaboð hér og við komum til baka um leið. Gangi þér vel!