Skip to content

Nýtt: Górilla Dagdreifing

Górilla Vöruhús dagdreifing

Í fyrsta skiptið síðan 2019 er Górillan byrjuð að keyra sjálf!

Undanfarna þrjá mánuði höfum við verið með í prófun að keyra dagdreifingar til fyrirtækja sjálf, í stað þess að úthýsa því til Dropp, Flytjanda eða TVG Xpress.

Það er eitt af meginmarkmiðum okkar að bjóða bestu afhendingarmöguleika á Íslandi hverju sinni og okkur fannst við geta gert betur þegar kom að b2b sendingum (heildsölupantanir til fyrirtækja) sem fara með dagdreifingu á höfuðborgarsvæðinu. 

  • Þetta eru yfirleitt stórar pantanir = verðmætustu sendingarnar fyrir viðskiptavini okkar.
  • Stórar pantanir taka lengri tíma í afgreiðslu. Dreifingaraðilar voru því að sækja og afhenda næsta virka dag. Því voru verðmætustu sendingarnar að fara út síðast. Eitthvað sem við vildum breyta!

Árangurinn eftir þennan “test-fasa” (febrúar-maí ’22) var frábær. Við sáum að við getum afhent nær allar sendingar hraðar (samdægurs í stað næsta dag) og auk þess lækkað verðin til viðskiptavina í brettasendingar!

Górillan er því aftur byrjuð að keyra, í fyrsta skiptið síðan 2018-2019, þegar við keyrðum allar pantanir sjálf – til þess að bjóða samdægurs heimsendingu á höfuðborgarsvæðinu sem þekktist ekki þá 🙂

Frekari upplýsingar um afgreiðslutíma og afhendingar er að finna HÉR.

Ef þú hefur einhverjar spurningar, ekki hika við að hafa samband. Við hlökkum til að heyra frá þér!