Hér eru skref-fyrir-skref leiðbeiningar til að sjá birgðastöðu í vöruhúsakerfinu okkar.
Birgðastaða (e. Inventory) sýnir þær vörur sem fyrirtækið þitt á og hafa verið skráðar inn í vöruhúsið. Ef birgðastaða á vöru er 0, þá birtist hún ekki hér.
Þú getur skráð þig inn á forsíðu GorillaVoruhus.is með því að velja Innskrá.
1. Til að byrja velur þú “Inventory” sem er vinstra megin í aðalvalmynd og síðan “Manage Inventory”.
2. Hér sérðu live birgðastöðu á öllum vörum.
Ef þú ert með netverslun tengda við vöruhúsið, þá syncast rétt birgðastaða yfir í netverslun og uppfærist sjálfkrafa þegar vörur koma inn eða pantanir eru afgreiddar út.
Fleiri aðgerðir
a. Combine Identical Rows
Combine Identical Rows er stilling sem við hökum oftast við þegar við leitum að vörum. Þá sameinar kerfið vörur sem eru eins (e. Identical). Þetta er einfaldari og þægilegri valmynd.
Annars eru vörur með mismunandi eiginleika (til dæmis síðasta söludag, lotunúmer eða vörur sem færðar voru inn á mismunandi dagsetningum) flokkaðar í tveimur eða fleiri línum.
Dæmi um vörulista með og án Combine Identical Rows:
b. Hvaða upplýsingar vilt þú sjá?
Með því að velja “Options” og “Columns” getur þú valið nákvæmlega hvaða upplýsingar eru nauðsynlegar fyrir þig og hvaða dálkar skipta þig ekki máli. Þú getur valið hvaða reiti þú sérð og hvernig þú raðar þeim upp.
Í kjölfarið getur þú auðveldlega dregið dálka fram og til baka eins og þér hentar og stjórnað hvernig valmynd þér þykir best.
c. Leita að vörum
Í vinstri “side bar” er hægt að leita að vörum. Þú getur til dæmis leitað að vöru eftir SKU númeri, strikamerki (UPC), lotunúmeri eða síðasta söludegi (exp. date).
Þegar þú ert búin/n að leita getur þú valið “clear” til þess að hreinsa út leitina eða valið “apply” við þann flýtinhapp sem þú vilt nota næst.
Til hamingju, þú getur núna fylgst með birgðastöðu hvar og hvenær sem er ????
Ef þú hefur einhverjar spurningar, ekki hika við að senda okkur skilaboð á [email protected]!