Skip to content

Nýr Support vefur kominn í loftið

Á dögunum settum við í loftið glænýjan Support vef þar sem finna má hjálplegar greinar um allt milli himins og jarðar þegar kemur að þjónustu Górillu Vöruhúss.

Vefurinn sem er aðgengilegur undir ‘Support’ á aðalvalmynd er eins konar FAQ (frequently asked questions) síða en með nákvæmum leiðbeiningum og þægilega valmynd sem á að auðvelda þér að finna þær upplýsingar sem þig vantar hverju sinni um vöruhúsið. Hugmyndin með þessu framtaki er að auðvelda öllum viðskiptavinum og aðilum sem koma að vöruhúsinu að finna upplýsingar og fá svar við sínum spurningum. Sömuleiðis er þetta ætlað til þess að létta undir þjónustuveri með því að leysa mál án þess að starfsfólk þurfi að koma að þeim.

Gorilla support vefur

Meðal annars er að finna greinar eins og þessar:

  • Hvernig á að búa til pöntun (í vöruhúsakerfi)
  • Gjaldskrá
  • Leyfi og öryggismál
  • Hvar er pöntunin mín
  • Allaf afhendingaleiðir og upplýsingar um þær
  • Týndar sendingar og tjónamál
  • Og svo framvegis.
 
 

– Skoða Support vef – 

 

Górilla spjalliðSamhliða Support vef er nú komið netspjall á heimasíðu Górillu Vöruhúss þar sem viðskiptavinir geta haft beint samband við þjónustuver og stingur róbot (chat-bot) upp á vinsælum greinum sem ættu að svara meirihluta fyrirspurna (eins og til dæmis spurningar um pantanir í vinnslu, upplýsingar um þjónustu vöruhússins og fleira).

Við hlökkum til að sjá viðtökur við þessum uppfærslum á næstu vikum og mánuðum. Endilega látið okkur vita hver ykkar upplifun er af Support vef og netspjalli 🙂

Danni Górilla Vöruhús