Skip to content

Leiðbeiningar: Tengja Shopify/WooCommerce við Górilla Vöruhús

Górilla Vöruhús API: Tengja Shopify og WooCommerce við vöruhúsið

Górilla Vöruhús hefur “pre-wired” tengingar við Shopify og WooCommerce. Það þýðir að við erum eldfljót að tengjast þinni netverslun. Þú gefur okkur aðgang að vefnum þínum og við sjáum um rest!

Hér eru einfaldar leiðbeiningar:

Fyrir Shopify:

1. Opnaðu fyrir ‘App Development’.
Frá aðalvalmynd í Shopify -> Apps (vinstri sidebar) ->  Develop apps (uppi, hægra horn)

—-> Hér inni þarf að virkja/opna fyrir aðgang til þess að búa til app á síðunni þinni.

2. Búa til aðgang fyrir vöruhúsið, gera “staff account” á Shopify fyrir Górillu Vöruhús.
Frá aðalvalmynd í Shopify –> Settings -> Users & permissions -> Add staff

—-> Nefndu aðganginn “Górilla Vöruhús” og notaðu netfangið “pantanir@gorillavoruhus.is”. Hér er einfaldast að gefa vöruhúsinu fullan aðgang og haka í öll box. Ath. Þú þarft ekki að haka við ‘Reports’ þar sem það eru persónulegar upplýsingar sem eru ekki notaðar.

3. Nú er vöruhúsið komið með “starfsmanna-aðgang” að vefnum þínum og opið fyrir okkur til þess að setja upp tengingu á milli netverslunar og vöruhúsakerfis. Þú þarft ekki að gera neitt fleira en frá þessum tímapunkti tekur það okkur 1-3 virka daga að koma tengingunni í loftið.


WooCommerce:

1. Búum til aðgang fyrir Górillu Vöruhús að WooCommerce vefnum þínum.
Frá aðalvalmynd í WooCommerce -> Users/Notendur -> Add/Búa til notenda

—-> Nefndu aðganginn “Górilla Vöruhús” og notaðu netfangið “pantanir@gorillavoruhus.is”. 

2. Nú er vöruhúsið komið með “starfsmanna-aðgang” að vefnum þínum og opið er fyrir okkur til þess að setja upp tengingu á milli netverslunar og vöruhúsakerfis. Þú þarft ekki að gera neitt fleira en frá þessum tímapunkti tekur það okkur 1-3 virka daga að koma tengingunni í loftið.


Ef eitthvað er óljóst eða ef þú hefur frekari spurningar, ekki hika við að hafa samband!