Skip to content

Getting Started …

Getting Started

Velkomin/n! Og takk fyrir að treysta okkur til þess að vinna fyrir þig 🚀

Hér á þessari síðu finnur þú lykilupplýsingar sem gott er að hafa á hreinu þegar þú byrjar samstarfið með Górillu.

Stutt efnisyfirlit:

 • Þjónusta: Hverju mátt þú búast við? Afgreiðslutími og fleira.
 • Samskipti við vöruhúsið
 • Hvernig virkar tengingin milli netverslunar og vöruhússins?
 • Um vöruhúsakerfið okkar
 • Mikilvægar stillingar í netverslun
 • Heimsending og dreifing

Þjónusta

Við hverju máttu búast frá okkur?

 • Afgreiðsla B2C: Allar pantanir sem berast fyrir kl.13 eru afgreiddar og sendar út samdægurs.
 • Afgreiðsla B2B: Stærri heildsölupantanir eru afgreiddar samdægurs eða næsta virka dag. Fer eftir stærð pantana og tíma dags sem þær koma inn.
 • Vörumóttaka: Það tekur 1-2 virka daga eða allt að 16 vinnustundir að afgreiða vörusendingar inn í vöruhús og uppfæra birgðastöðu. Vinsamlegast sendið vörumóttökulista fyrir hverja sendingu.
 • Customer Service: Við svörum öllum fyrirspurnum samdægurs innan opnunartíma. Nánar hér.
 • Heimsendingar og dreifing: Pantanir á höfuðborgarsvæði og suðvesturhorni (85% íslendinga) eru afhentar samdægurs. Nánari upplýsingar hér.

Samskipti við vöruhúsið

Við hvetjum þig til þess að hafa samband við okkur í tölvupósti. Við svörum fyrirspurnum hratt og örugglega 😊

Vinsamlegast sendið allar fyrirspurnir tengdar daglegum rekstri svo sem pöntunum, vörum, sendingum og slíku á “pantanir@gorillavoruhus.is”.
Þá berst erindi þitt á allt teymið og þú færð svar við fyrsta tækifæri. Önnur netföng:

Gott að hafa í huga fyrir samskipti í tölvupósti

Til þess að við getum leyst vandamál fyrir þig hratt og örugglega – og án þess að eiga marga tölvupósta fram og til baka, endilega gefið vöruhúsinu eins ítarlegar upplýsingar og mögulegt er í fyrstu skilaboðum.

Taktu til dæmis alltaf fram pöntunarnúmer og SKU númer á þeim vörum sem um ræðir. Gefðu meiri upplýsingar frekar en minni, það sparar tíma fyrir þig, vöruhúsið og viðskiptavininn.

Hvernig virkar tengingin milli netverslunar og Górillu?

Ef þú ert með netverslun þá erum við líklega búin að tengja saman vöruhúsið og verslunina þína með “API tengingu”.

“API integration refers to the process of connecting two or more applications or systems by using APIs (Application Programming Interfaces) to exchange data and perform actions. APIs are sets of protocols and standards that allow different software applications to communicate with each other”.

Grunneining er SKU númer

API tengingin milli netverslunar og Górillu Vöruhúss byggir á SKU númeri (vörunúmer) sem er á hverri vöru. Hver vara þarf að hafa sitt eigið SKU númer og það SKU þarf að vera nákvæmlega eins skráð í netverslun og í vöruhúsakerfinu.

Ef SKU númer er ekki 100% rétt milli kerfa eða vantar í netverslun þá mun birgðastaða og pantanir með því vörunúmeri ekki syncast og pöntun er ekki afgreidd. Það er því mjög mikilvægt að hver vara sé skráð með SKU númer í netverslun.

Hvað gerir API tengingin okkar?

 • Sækir pantanir í netverslun og syncar yfir í vöruhúsið
 • Sendir uppfærða stöðu í netverslun þegar pöntun hefur verið afgreidd
 • Sækir rétta birgðastöðu 24/7 frá vöruhúsinu og birtir í netverslun. Birgðastaða stjórnast úr vöruhúsinu.

Hvað gerir API tengingin ekki?

 • Hún uppfærir ekki pantanir ef breytingar eru gerðar
   • API tengingin sækir pantanir aðeins einu sinni og það er um leið og pöntun er gerð.
   • Breytingar sem eru gerðar í netverslun eftir að pöntun kemur inn skila sér ekki inn í vöruhúsið.
   • Ef þú þarft að gera breytingar, sendu okkur skilaboð á pantanir@gorillavoruhus.is ❤️
 • Hún sækir ekki pantanir sem eru merktar afgreiddar, ógreiddar eða á bið.
   • Við sækjum aðeins pantanir sem eru merktar sem greiddar og óafgreiddar. Það er default stilling í bæði Shopify og WooCommerce.
   • Við mælum ekki með því að bjóða upp á millifærslur sem greiðslumáta.

Vöruhúsakerfið okkar

Mikilvægt: vöruhúsakerfið okkar virkar aðeins í tölvu og í Chrome vafranum.

Górilla Vöruhús notar Extensiv sem er miðlægt vöruhúsakerfi. Við notum þetta kerfi til þess að vinna fyrir þig alla daga. Þú færð líka aðgang að þínum eigin bakenda í þessu kerfi þar sem þú getur meðal annars:

Mikilvægar stillingar í netverslun

 • Þegar viðskiptavinir panta verða þeir að gefa upp bæði símanúmer og netfang. Vöruhúsið afgreiðir ekki pantanir þar sem þessar upplýsingar vantar. Þessar contact-upplýsingar eru nauðsynlegar fyrir sendingaraðila.
  • Í Shopify er auðvelt að stilla þetta undir Settings → Checkout
 • Mikilvægt er að hver vara hafi SKU númer skráð á “Product Page”.
 • Er Dropp appið upp sett og allir sendingarmöguleikar í boði? Eru verð up-to-date og með vsk?
 

Heimsendingar og dreifing

Í Górillu Vöruhúsi hefur þú aðgang að bestu sendingarmöguleikum landsins og við tryggjum þér betri kjör. Hér að neðan er upptalning á þeim sendingarmöguleikum sem í boði eru en verð eru að finna í gjaldskrá vöruhússins sem þú færð í tölvupósti.

 1. Afhendingarstaðir Dropp: Nánast 100 talsins, um allt land. Listi með öllum afhendingarstöðum hér. Þetta eru ódýrustu sendingarleiðir landsins og mjög þægileg afhending í alfaraleið, hægt að sækja nánast 24/7 og pakkinn bíður eftir viðtakanda í tvær vikur.
 2. Heimsending samdægurs á bæði höfuðborgarsvæði og suðvesturhorni Íslands. Nær til 85% landsmanna yfir 16 ára.
 3. Sendingar á afhendingarstað Samskipa um land allt: Tilvalið fyrir stærri pakka og sendingar á landsbyggð þar sem Dropp er ekki með afhendingarstað.
 4. Górilla Dagdreifing: Dagdreifing til fyrirtækja á höfuðborgarsvæðinu. Markmiðið er að keyra verðmætar B2B sendingar eins hratt og kostur er og á lægri kjörum en við höfum heyrt af annarsstaðar.

Um 85% viðskiptavina í netverslun velja að nota afhendingarstaði Dropp. Nær allar pantanir í verslanir, fyrirtæki, veitingastaði, apótek og slíkt fara með Górillu Dagdreifingu.

Jæja, takk fyrir að lesa.

Vonandi svarar þessi langloka mörgum spurningum um samstarfið okkar.

Er eitthvað sem vantar hér inni? Ef þú hefur einhverjar spurningar, ekki hika við að senda okkur skilaboð á pantanir@gorillavoruhus.is og við svörum þér um hæl! 😊